614

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Sameinaður vinnuskóli Garðs og Sandgerðis

Yfirmenn vinnuskóla nýja sveitarfélagsins.
Frístunda-, menningar- og lýðheilsufulltrúi Garðs, Guðbrandur J. Stefánsson 849-8385 gudbrandurjs@svgardur.is
Frístunda- og forvarnarfulltrúi Sandgerðis, Rut Sigurðardóttir 869-6169 rut@sandgerdi.is

Stjórnendur sem koma að vinnuskólanum, 2018.
Verkstjóri vinnuskóla Garðs og Sandgerðis verður Guðný Snæbjörnsdóttir, sími:  690-0695
Verkstjóri yfir grasslætti  verður Ólafur Ástvaldsson, sími 699-1899
Yfirflokksstjóri verður Sabína Siv Sævarsdóttir, sími 846-6410

Hvar mæta ungmennin?
Staðsetning vinnuskólans í Garði er í Áhaldahúsi við Gerðaveg 11 Sími: 422 7086
Staðsetnning vinnuskólans í Sandgerði er við skólaselið að Skólastræti 1.
Forstöðumaður áhaldahúss í Garði er Árni Guðnason: 893-8219 (Vignir Rúnarsson, 781-7068)
Upplýsingar um áhaldahúsið í Sandgerði má finna hér.

Vinnuskólinn er starfræktur á sumrin fyrir krakka 14 til 16 ára, eða þrjá elstu árganga grunnskólans. Starfið hefst strax og skólar slíta sínu vetrarstarfi og lýkur áður en skólastarf hefst á ný.
Bæjaryfirvöld hafa einnig ráðið nokkurn fjölda ungmenna 17-20 ára í vinnu en það hafa verið frá fimmtán til tuttugu og fimm ungmenni sem þegið hafa þá vinnu í minnst sjö vikur.
Aðal verkefni vinnuskólans er að sjá um að byggðarhlutar sveitarfélagsins séu vel hirtir og snyrtir og að fræða ungmennin um leið og þau fá reynsu af því að stunda vinnu.

 

Sumarið 2018

ATH: Engin tímabilaskipting er áætluð í sumar og verður öllum árgöngum1998 - 2004  boðin vinna í minnst sex vikur. Mánudaga til fimmtudags eru vinnudagurinn frá kl. 08:00 - 16:00 en á föstudögum er unnið frá kl. 08:00 - 12:00.

Vinnuskóli stöðvast.
Dagana 2. - 7. ágúst í sumar mun vinnuskólinn stöðvast alveg og verða því allir í launalausu fríi þá daga.

Vinnutímabil sumarsins.
Vinnutímabil sumarsins hjá 8. bekk, f. 2004,  verður fimm vikur, frá föstudeginum 8. júní - föstudagsins 20. júlí. 
Vinnutímabil sumarsins hjá 9. og 10. bekk, f. 2002 og 2003 verður minnst sex vikur frá föstudeginum 7. júní - föstudagsins 27. júlí.
Vinnutímabil sumarsins hjá 17 - 20 ára verður minnst tíu vikur eða frá þriðjudeginum 22. maí - föstudagsins 27. júlí.

Umsóknir í vinnuskólann í Garðinum.
Umsóknir verða settar hér inn á vormánuðum. Þeim skal skila útfylltum á bæjarskrifstofuna í Garðinum fyrir ákveðna dagsetningu sem kemur fram í umsókninni.

Frístundafulltúar koma upplýsingum um vinnuskóla í grunnskóla sveitarfélagsins um miðjan maí og fá nemendur umsókn og upplýsingablað um vinnuskóla sumarins sem þau skila, undirrituðu af foreldrum, til ritara skólans fyrir maílok.

Myndir af sláttuvélum vinnuskólans í Garði, fallega uppröðuðum.
Mynd af glöðum krökkum í vinnuskólnum í Garði.
Mynd af blómabeðu fyrir og eftir að vinnuskólinn hafði lagað það.
Færðu mig upp fyrir alla muni!