221

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Söfn og setur

Saga Garðs er mörgum Garðbúum hugleikin og hér hefur átt sér stað mikil uppbygging í safnamálum bæjarins. Frumkvöðull á því sviði í Garði er Ásgeir Hjálmarsson skipstjóri frá Nýjalandi í Garði. Ásgeir byrjaði að safna gömlum munum fyrir allmörgum árum síðan sem síðan varð að byggðasafninu á Garðskaga. Þar er áhugavert safn muna sem tengjast lífi og störfum Garðbúa í gegnum tíðina. Vélasafn Guðna Ingimundarsonar er merkilegt safn véla sem hann hefur gert upp og eru allar gangfærar. Einnig er þar gott safn muna úr fiskvinnslu og sjósókn, auk heimilisbúnaðar og áhalda sem notuð voru við bústörfin fyrr á tímum.

Á Útskálum hinum forna kirkjustað hefur eitt elsta prestsetur landsins verið gert upp að utan og hugmyndin er að þar verði menningasetur og saga prestsetra á íslandi sögð í máli og myndum.

Söguhús Unu Guðmundsdóttur er í undirbúningi. Þar verður minningunni um líf og starf Unu haldið á lofti og einnig gefur það mynd af Garðinum, Garðbúum og fleirum sem voru samtíða Unu. Safnið verður væntanlega formlega opnað 18. nóvember 2014.

 

Byggðasafnið á Garðskaga, Garðskagi, Sólardagur, blár himinn
Prestsetrið á Útskálum, Menningasetrið á Útskálum, Útskálar
Unuhús í Garði, Sjólyst, Una Guðmundsdóttir, Gerðahverfið, Guðmundur Karl myndlistarmaður
Færðu mig upp fyrir alla muni!