Sólseturshátíðin á Garðskaga
Hátíð Garðmanna. ATH: Breytt dagsetning 2018.
Sólseturshátíð var haldin í fyrsta skipti árið 2005 og er nú árlegur viðburður í Garði, sem Garðbúar geta verið stoltir af. Sólseturshátíðin er fjölskylduhátíð, haldin á Garðskaga við góðar aðstæður, fallegt umhverfi með fjölbreyttri dagskrá. Má þar nefna stuttar gönguferðir, menningar- og sögutengda fræðslu fyrir börn og fullorðna, fjöruferð fyrir börnin, leiki og leiktæki, tónlistaratriði og málverkasýningar.
Á Garðskaga er góð aðstaða fyrir tjaldbúa, tjaldvagna og húsbíla. Snyrting, rennandi vatn og rafmagn er til staðar. Þar er einnig Byggðasafnið á Garðskaga, kaffihúsið Flösin í gamla vitanum, sem rekið er yfir sumartímann og veitingahúsið Röstin á efri hæð byggðasafnsins sem opið er allt árið.
í ljósi aðstæðna í sumar og reynslu EM 2016 sumarsins, hefur hátíðin í ár verið færð framar í dagatalið og hefst mánudaginn 28. maí og stendur út laugardaginn 3. júní.
Einstök sjón
Sólsetrið á Garðskaga er einstök sjón. Eins og alkunna er gerast sólsetrin ekki víða fegurri en við Garðskagavita og tímasetning hátíðarinnar er vel við hæfi þar sem Sumarsólstöður eru nýafstaðnar og sólsetrið gyllir hafið á meðan.
Myndband frá hátíðinni:



