193

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Norrænir vinabæir

Eftir að Norræna félagið í Garði hafði verið stofnað í febrúar árið 2006 var eitt af fyrstu verkefnum stjórnar að vera í sambandi við vinabæjanefnd og óska eftir vinabæjatengslum við sveitarfélög á hinum Norðurlöndunum. Ákveðið var í samstarfi við Sveitarfélagið Garð að óska eftir vinabæjasambandi við Lemvig Kommune í Danmörku, Jevnaker Kommune í Noregi, Nybro Kommun í Svíþjóð og Alaharma í Finnlandi. Þessi sveitarfélög höfðu lengi átt í vináttusambandi og gagnkvæmar heimsóknir voru skipulagðar annað hvert ár í bæjunum til skiptist.

Öll sveitarfélögin samþykktu beiðni Garðs um að verða þátttakandi í vinabæjakeðju þeirra. Fljótlega fóru að berast boð um að taka þátt menningarviðburðum s.s. stórafmælum bæjanna og á Norræna daga. Tvisvar hafa farið fulltrúar frá Garðinum á skipulagða viðburði hjá vinabæjunum og verður Garðurinn gestgjafi á Norrænum dögum á sumri komanda, 2014 í fyrsta sinn. Nokkru eftir að vinabæjarsamband komst á milli þessara vinabæja kom bréf frá Alaharma í Finnlandi. Þar var sagt frá því að vegna sameiningar sveitarfélaga væri það ekki lengur formlegur aðili í vinabæjartengslum. 

Lemvig Kommune í Danmörku

Lemvig er staðsett í miðju sveitarfélaginu við Limfjörðinn á N- Jótlandi umkringd grænum, skógivöxnum hæðum og hafinu. Einstök náttúra býður upp á fjölbreytta möguleika til frístundaiðkana. Í Lemvig eru um 7000 íbúar en 22.300 í sveitarfélaginu öllu. Mikið menningarlíf er í sveitarfélaginu, má þar nefna leikhús, söfn og fleira. Fjölbreyttir möguleikar á menntun eru þar einnig, má nefna sjómannaskóla og íþróttaskóla.

Fjölbreytt atvinnulíf er í sveitarfélaginu og eru aðalatvinnuvegirnir landbúnaður og fiskveiðar auk þjónustu- og framleiðslufyrirtækja. Mikil framleiðsla er af kjöti og mjólk. Sveitarfélagið státar einnig af næststærstu höfn landsins en hún er í Thyborøn, þar eru fiskveiðar  aðalatvinnugreinin. Lögð er áhersla á nýja hugsun við framreiðsluþróun, útvíkkun markaða, nýja og árangursríka tækni og fjölbreytta menntun. Litla, huggulega höfnin í Lemvig er við göngugötuna.

Jevnaker Kommune, Noregi

Jevnaker Kommune er í suðvestur hluta Opland fylkis. Þéttbýlið liggur eins og grænn hálfmáni vi suðurenda Randsfjorden. Íbúar eru um 6200 og mynda 2/3 hlutar þéttbýlið. Jevnaker Kommune e mikið landbúnaðarhérað en þar er einnig mikill iðnaður og þjónusta. Haderland glerverkssmiðja hefur verið starfandi þar frá 1762 en þar er blásið gler upp á gamla mátann. Jevnaker atvinnumiðstöð er til að þjálfa fatlaða einstaklinga til þátttöku í atvinnulífinu og hefur náð goðum árangri.Jevnaker leggur mikla áherslu á öflugt menningarlíf og skilgreinir sig sem menningarbæ. Góðir skólar eru þar m.a. Jevnaker Kulturskole. Sveitarfélagið er vinsæll staður til ráðstefnu- og fundahalda vegna nálægar sinnar við Gardemoen flugvöll.

Nybro Kommun, Svíþjóð

Nybro er vinalegur bær mitt á milli skógarns í Smálöndum og Kalmarssundsstrandar. Íbúar eru um 20.000 og leggur sveitarfélagið áherslu á gæðaþjónustu í sátt við menningu og náttúru. Áhersla er lögð á umhverfismál meðal annars sem  forvörn vegna heilsu íbúanna. Atvinnulífið byggir á gleri, tré, pappír og málmi. Lítil fyrirtæki og stór, alþjóðleg fyrirtæki blómstra þar hlið við hlið. Nefna má Kahrs, Smurfit, Kappa, Orrefoss og Bong Ljungdal sem eru þekkt á alþjóðamarkaði. Verslun og iðnaður hafa átt stóran þátt í atvinnulífinu og hönnun hefur alltaf verið eðlilegur þáttur í iðnaðarsögu Nybro.
Menningarlífið í Nybro er mjög fjölbreytt og er árlega haldin menningarvika. Góðir skólar eru í sveitarfélaginu, meðal annars þekktur hönnunarskóli.

Samantekt: Erna M. Sveinbjarnardóttir

 

Færðu mig upp fyrir alla muni!