3742

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Vefsíða með upplýsingum vegna sameiningar sveitarfélaga.

11. október

Opnuð hefur verið vefsíða með upplýsingaefni fyrir íbúa Sandgerðis og Garðs vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaganna sem fram fer 11. nóvember næstkomandi.

Slóð á vefsíðuna er: sameining.silfra.is.   Vefsíðan er einnig aðgengileg á forsíðu heimasíðu Garðs undir Sameining sveitarfélaga.

Á vefsíðunni er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um sveitarfélögin hvort fyrir sig og sameinuð. Undir liðnum „Spurningar og svör“ er leitast við að svara helstu spurningum sem kunna að brenna á íbúum auk þess sem hægt er að senda inn spurningar.

Á næstu dögum verða bæklingum með upplýsingaefni dreift til heimila í Sandgerði og Garði.

Þá hefur verið opnuð sérstök síða á Facebook undir heitinu „Kosningar um sameiningu Sandgerðis og Garðs“.  Þar munu einnig birtast upplýsingar og kynningarefni.

 

 

Mynd með textaupplýsingum um Garð og Sandgerði
Færðu mig upp fyrir alla muni!