3709

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Tónleikar á sunnudag í stóra vitanum á Garðskaga.

27. júlí

Anna Halldórsdóttir (sópran) heldur tónleika í nýja vitanum á Garðskaga, sunnudaginn 30.júlí n.k. kl. 17:00

Anna er dóttir Halldórs Þorsteinssonar frá Borg í Garði en móðir hennar er rússnesk. Anna býr  í Rússlandi og stundar þar söngnám á menntaskólastigi.

Anna hefur komið nokkrum sinnum fram í Garðinum við góðar undirtektir áheyrenda.

Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum en gestum er frjálst að leggja sitt af mörkum.

Mynd af Önnu Halldórsdóttur sópransöngkonu sem heldur tónleika í Garðskagavita, sunnudaginn 30. júlí 2017 klukkan fimm.
Mynd af Önnu Halldórsdóttur við grjótið sem mynd af henni prýðir. Steinninn stendur við bæinn Varir í Garði á Suðurnesjum.
Mynd af söngskrá Önnu Halldórsdóttur fyrir tónleika í Garðskagavita sunnudaginn 30. júlí 2017, klukkan fimm.
Færðu mig upp fyrir alla muni!