3693

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Sumarnámskeiðið, Skólagarðar og kofabyggð.

3. júní

Strax í næstu viku mun sumarnámskeiðið Skólagarðar og kofabyggð fara af stað, en umsjónarmaður með námskeiðinu verður Þórdís Helga Másdóttir.

Námskeiðið er fyrir börn sem lokið hafa 3. - 7. bekk Gerðaskóla og stendur frá fimmtudeginum 8. júní til fimmtudagsins 27. júlí, auk uppskerudags í ágúst sem verður auglýstur sérstaklega. Starfstími hverrar viku er mánudagur – fimmtudags frá kl. 13:00 - 16:00 og frí á föstudögum.

Skráning og greiðsla þátttökugjalds fer fram í móttöku bæjarskrifstofu Garðs og hefst strax á þriðjudag, 6. júní. Námskeiðsgjaldið fyrir sumarið er 11.000kr. Ekki er gefinn systkinaafsláttur. Börnin þurfa aðeins að koma með vel merkt smíðaáhöld. Þ.e. hamar og trésög. Allt annað verður skaffað.

Hægt verður að nota frístundastyrk sveitarfélagsins upp í kostnað námskeiðs.

Mæting á hverjum degi verður við Eldinguna og eru foreldrar minntir á að duglegir vinnukrakkar þurfa hollt og gott nesti.

Varðandi sumarið í sumar þá biðjum foreldra að fylgjast vel með aðstæðum við Eldinguna þar sem breyta á húsnæði Eldingar í tónlistarskóla og þarrf að brýna fyrir krökkunum að fara varlega í kringum vinnusvæðið. Óvíst er hvenær sú vinna hefst, en betra er að fara varlega ef iðnaðarmenn verða að störfum á svæðinu með þeirri umferð er því getur fylgt.

Námskeiðið hefst á því að matjurtagarður verður útbúinn frá grunni, beð gerð klár og grænmeti og annað góðgæti sett niður. Þegar þeirri vinnu er lokið, og aðeins þarf að reita arfa og vökva, verður farið í að smíða kofa og ýmislegt sem krökkunum dettur í hug og allt málað að lokum.

Hvernig sprettan á grænmeti verður mun svo ráða því hvenær í ágúst uppskerudagur verður, en áætlað er að vera búin að taka allt upp áður en skólar hefjast.

Frí verður tekið vikuna 10. – 14. júlí þar sem vinnuskóli stöðvast þá viku, en námskeiðinu lýkur svo 27. júlí eins og áður segir.

 

Mynd af ungufólki vinna í skólagörðum sumarið 2015.
Mynd frá kofabyggð í Garði. Tvær stúlkur smíða kofa.
Færðu mig upp fyrir alla muni!