3797

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Staða skólastjóra laus til umsóknar.

1. febrúar

Staða skólastjóra við grunnskólann Gerðaskóla í Sveitarfélaginu Garði er laus til umsóknar.

Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til starfa í góðum skóla, með góðan skólabrag og gera enn betri með metnaði, virðingu og leikgleði í fyrirrúmi.

Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2018.

Helstu verkefni:

 • Skólastjóri ber faglega og rekstrarlega ábyrgð á starfsemi skólans, samkvæmt lögum og stefnu sveitarfélagsins hverju sinni. 
 • Vinnur að gerð fjárhagsáætlana og ber ábyrgð á eftirfylgni þeirra.
 • Að vera faglegur leiðtogi og fyrirmynd með umhyggju fyrir nemendum og starfsfólki.
 • Að vinna að eflingu mannauðs og annast ráðningar starfsfólks skólans.
 • Stuðla að framþróun skólastarfsins með reynslu og þekkingu á að leiða skólasamfélagið út frá skólastefnu sveitarfélagsins og vinna að samstarfsverkefnum/samningum sem skólinn hefur gert.

Menntun, geta og færni:

 • Grunnskólakennaramenntun og önnur reynsla samkvæmt lögum nr. 87/2008, 12. gr.
 • Framhaldsmenntun í stjórnun menntastofnana eða sambærileg viðbótarmenntun.
 • Menntun og reynsla af stjórnun og rekstri er kostur.
 • Áhugi og færni í samskiptum.
 • Áhugi og reynsla til að leiða þróunarstarf og að ná árangri í kennslu og námi.
 • Leiðtogafærni í teymisvinnu og geta til ákvarðanatöku.

Í Sveitarfélaginu Garði eru um 1.600 íbúar.  Sveitarfélagið er á nyrsta odda Reykjaness.  Í Garði er blómlegt tómstunda-, íþrótta-og menningarlíf.  Lögð er áhersla á að allir aldurshópar íbúanna fái notið sín í fjölbreyttu félagslífi.  Góð aðstaða er til íþróttaiðkunar í vel búinni Íþróttamiðstöð. Nánari upplýsingar um sveitarfélagið er að finna á vefsíðunni svgardur.is.

Um 220 nemendur stunda nám við Gerðaskóla og býr skólinn við mjög góðan aðbúnað og aðstöðu.  Einkunnarorð skólasamfélagsins í Garði eru:  Árangur, virðing, gleði, leikur, sköpun og ábyrgð.

Umsókn skal fylgja ferilskrá um menntun, störf og stjórnunarreynslu.  Einnig er óskað eftir hugmyndum umsækjanda um starfsemi og þróun skólastarfs undir hans stjórn.   

Umsóknir skulu sendar bæjarstjóra á Sveitarfélagið Garður, Sunnubraut 4, 250 Garður, eða á tölvupóstfangið  magnusstefansson@svgardur.is

Nánari upplýsingar veitir Jónína Magnúsdóttir formaður Skólanefndar (jm@mss.is)

Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar 2018

Mynd af Gerðskóla.
Færðu mig upp fyrir alla muni!