3692

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Leikjanámskeið fyrir börn sem lokið hafa 1.- 6. bekk í Gerðaskóla.

3. júní

Miðvikudaginn 7. júní fer af stað tíu daga leikjanámskeið fyrir börn sem lokið hafa 1. - 6. bekk í Gerðaskóla. Íris Dögg Ásmundardóttir verður umsjónarmaður námskeiðsins og mun hún dreifa skiplagi námskeiðs á fyrsta degi.

Skráning og greiðsla þátttökugjalds fer fram í móttöku bæjarskrifstofu Garðs, þriðjudaginn 6. júní. Skrá þarf upplýsingar um barn og forráðamann og staðgreiða námskeiðið. Bæjarskrifstofa lokuð mánudag.

Hægt verður að nota frístundastyrk sveitarfélagsins upp í kostnað námskeiðs.

Námskeiðið verður 10 daga núna í júní:  7., 8., 9., /  12., 13., 14., / 19., 20., 21, og 22. júní.

Tími dagsins er frá kl. 13:00 - 15:50 og mæting við íþróttahúsið, nema að annað verði tekið fram af umsjónarmanni.

Þátttökugjald er 8000 krónur og 50% systkinaafsláttur af fullu gjaldi.

 

 

Mynd af krökkum í leiknum "Hlaupa í skarðið" á leikjanámskeiði í Garði, 2016
Mynd af krökkum á hjóladegi leikjanámskeiðs í Garði, 2016.
Færðu mig upp fyrir alla muni!