3684

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Grassláttur á einkalóðum, sumarið 2017.

16. maí

Eins og fyrri sumur verður öldruðum og öryrkjum, sem búa í eigin húsnæði hér í Garðinum, boðið upp á slátt á grasi á lóðum sínum, þeim að kostnaðarlausu.

Ungmenni í vinnuskólanum sjá um sláttinn sem hefst í fyrstu viku júní og stendur yfir út júlí og er stefnan að hver lóð verði slegin minnst  tvisvar í sumar, mest fjórum sinnum.

Þeir sem vilja nýta sér þetta tilboð bæjaryfirvalda verða að koma við á bæjarskrifstofu Garðs, fylla út umsókn og skrifa undir, í síðasta lagi föstudaginn 9. júní.

Ekki verður farið inn á lóðir til að slá, nema umsókn og undirskrift liggi fyrir.

Varðandi íbúa í leiguhúsnæði, ber eiganda íbúðarhúss að sjá um slátt á grasi í samráði við leigjanda, en réttindi leigjanda yfirfærast ekki til eiganda húsnæðis.

Vonum við að veðrið verði krökkunum hliðhollt í sumar því hægar gengur að slá ef blautt er og einnig ef gras er orðið of hátt. Ef grashæðin á lóð er orðin 20cm. eða hærri, verða aðilar að snúa sér til einkaaðila með fyrsta slátt en svo hátt gras tefur slátt.

Þeir aðilar sem hægt er að hafa samband við um slátt á grasi gegn gjaldi eru:

            Ágúst Arnar í síma 781-7069.

            Vignir Már í síma 618-0557.

Við í vinnuskólanum hvetjum íbúa til að hafa samband við bæjarskrifstofu ef ungmenni standa sig vel og eins ef íbúar vilja koma með ábendingar eða hugmyndir.

Með von um gott sumar og skemmtilegt samstarf.

                                   Frístunda-, menningar og lýðheilsufulltrúi Garðs.
                                   Forstöðumaður vinnuskólans.

Mynd af hluta af sláttugengi vinnuskóla Garðs, 2016.
Færðu mig upp fyrir alla muni!