3843

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga

9. apríl

Starf í félagslegri heimaþjónustu

Sumarstarf og/eða framtíðarstarf

Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Voga óskar eftir að ráða starfsmann í félagslega heimaþjónustu í Sandgerði og Garði, 50% - 100% starfshlutfall. Um er að ræða sumarstarf sem og framtíðarstarf.

Í starfinu felst m.a. að efla notendur þjónustunnar til sjálfshjálpar og stuðla að því að viðkomandi geti búið sem lengst á einkaheimili sínu.

Helstu verkefni eru:

  • Þrif og almenn heimilisstörf
  • Innlit og samvera
  • Persónulegur stuðningur
  • Aðstoð við innkaupaferðir

Verkefni félagslegrar heimaþjónustu geta verið breytileg eftir þörfum notenda. Mikilvægt er að starfsmaður hafi áhuga á og ánægju af mannlegum samskiptum. Félagsliðar og einstaklingar með aðra menntun og reynslu sem gagnast í starfi eru sérstaklega hvattir til að sækja um. Laun eru skv. kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Æskilegt er að umsækjandi sé með bílpróf og þarf að hafa bifreið til afnota.

Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl 2018

Umsóknum má skila rafrænt á netfangið una@sandgerdi.is eða bæjarskrifstofuna í Sandgerðisbæ, Vörðunni, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði eða bæjarskrifstofuna í Garði, Sunnubraut 4, 250 Garði.

Frekari upplýsingar veitir Una Björk Kristófersdóttir, félagsráðgjafi, í síma 420-7500.

 

 

 

 

Mynd af hjálpandi höndum
Færðu mig upp fyrir alla muni!