3703

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Endurskoðun deiliskipulags ofan Garðvangs.

6. júlí

Endurskoðun deiliskipulags ofan Garðvangs í Sveitarfélaginu Garði.

Teiga- og Klappahverfi.

Sveitarfélagið Garður vinnur nú að endurskoðun deiliskipulags ofan Garðvangs, svokölluðu Teiga- og Klappahverfi. Breytingin snýr að þéttingu byggðar og fjölbreyttari íbúðagerð.  Þannig mun einbýlishúsalóðum fækka umtalsvert og meirihluti lóðanna verður skipulagður fyrir par- og raðhús.  Aðkomuleið hverfisins færist vestur fyrir Sandgerðisveg 7.  Endurskoðunin nær einungis til gatnanna Asparteigs, Berjateigs, Báruklappar, Brimklappar og Fjöruklappar, aðrir hlutar hverfisins verða óbreyttir.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við skipulagsfulltrúa Garðs.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast annað hvort á Sunnubraut 4, 250 Garður eða á netfangið jonben@svgardur.is í síðasta lagi 4. ágúst n.k.

Garði 6. júlí 2017

 Jón Ben Einarsson, skipulagsfulltrúi.

Mynd af auglýsingu um endurskoðun deililskipulags í Garði.
Mynd af auglýsingu um endurskoðun deiliskipulegs í Garði.
Færðu mig upp fyrir alla muni!