3851

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Bæjarstjórn: 170. fundur 2. maí 2018

170. fundur bæjarstjórnar.
Haldinn á bæjarskrifstofu Sunnubraut 4, 2. maí 2018
og hófst hann kl.17:30

Fundinn sátu:
Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar, Jónína Magnúsdóttir, Gísli Heiðarsson, Einar Tryggvason, Brynja Kristjánsdóttir, Jónína Holm, Álfhildur Sigurjónsdóttir og Magnús Stefánsson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Halla Þórhallsdóttir, skrifstofustjóri.

Dagskrá:
1.
Ársreikningur 2017 - 1803024
Síðari umræða.

Bæjarstjóri fór yfir og gerði grein fyrir ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2017, eins og hann liggur fyrir við síðari umræðu.

Samanlagðar rekstrartekjur A og B hluta voru alls kr. 1.450,4 milljónir, í fjárhagsáætlun voru heildartekjur áætlaðar kr. 1.361,9 milljónir. Rekstrartekjur A hluta sveitarsjóðs voru alls kr. 1.413 milljónir, þar af voru skatttekjur kr. 840 milljónir og framlög frá Jöfnunarsjóði kr. 414,6 milljónir.

Rekstrarafgangur sveitarsjóðs í A hluta, fyrir afskriftir og fjármagnsliði var kr. 148,2 milljónir, en í áætlun ársins áætluð kr. 98,2 milljónir. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs í A hluta var afgangur kr. 95 milljónir, í áætlun ársins var áætlaður afgangur kr. 51 milljón.
Í samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði afgangur kr. 176,4 milljónir, en í fjárhagsáætlun var afgangur áætlaður kr. 126,7 milljónir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var afgangur kr. 105,6 milljónir, en í fjárhagsáætlun var áætlaður rekstrarafgangur í samandregnum reikningi A og B hluta kr. 44,1 milljónir.

Í sjóðstreymisyfirliti er veltufé frá rekstri í samandregnum reikningi A og B hluta kr. 222,5 milljónir, handbært fé frá rekstri kr. 238,8 milljónir. Handbært fé í árslok 2017 var kr. 523,4 milljónir og hækkaði á árinu um kr. 66 milljónir. Í fjárhagsáætlun 2017 var gert ráð fyrir að handbært fé hækkaði um kr. 18,3 milljónir á árinu. Veltufjárhlutfall var í árslok 2,77.

Heildar eignir bæjarsjóðs í A hluta námu alls kr. 3.186,3 milljónum og heildar eignir í samanteknum efnahagsreikningi A og B hluta voru kr. 3.376,4 milljónir. Eiginfjárhlutfall var 81,2%. Heildar skuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs í A hluta voru kr. 593,5 milljónir og í samanteknum reikningi A og B hluta kr. 631 milljónir. Í árslok 2017 voru engar vaxtaberandi skuldir í efnahagsreikningi bæjarsjóðs í A hluta, en alls kr. 59,9 milljónir í reikningi B hluta. Skuldaviðmið A og B hluta, skv. reglugerð 502/2012 er 8,02% í árslok 2017.

Eftirfarandi er bókun bæjarstjórnar um ársreikning 2017:

Bæjarstjórn lýsir ánægju með góða niðurstöðu ársreiknings sveitarfélagsins fyrir árið 2017. Niðurstaða rekstrarreiknings er jákvæðari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun og ber það vott um hve vel hefur gengið að halda utan um rekstur sveitarfélagsins. Starfsfólk sveitarfélagsins hefur lagt sig fram um að svo sé og gott samstarf hefur verið í bæjarstjórn um rekstur sveitarfélagsins. Efnahagsreikningur ber með sér að efnahagslegur styrkur sveitarfélagsins er mikill, eignir miklar og skuldir lágar. Bæjarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf og þeirra framlag með góðum árangri í rekstri og fjármálastjórn sveitarfélagsins. Ársreikningur 2017 samþykkur samhljóða og áritaður af bæjarstjórn.

Til máls tóku: MS, GH, JH, EJP

2.
Sveitarstjórnarkosningar 2018 - 1802014
Kjörskrá.
Lagt er til að bæjarstjórn veiti bæjarráði fullnaðarumboð til þess að semja kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018.

Samþykkt samhljóða.

Til máls tók: EJP

3.
Bæjarráð - 293 - 1803005F
Fundur dags. 12.04.2018.

3.1
1712007 - Sameining sveitarfélaga:undirbúningur að stofnun nýs sveitarfélags sbr. 122. gr. sveitarstjórnarlaga
Lagt fram.

3.2
1803013 - Sameining Sveitarfélaga: Sandgerði
Lagt fram.

3.3
1801024 - Fjárhagsáætlun 2018 - tillaga um viðauka
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

3.4
1804008 - Arðgreiðsla 2018 - Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
Lagt fram.

3.5
1804003 - Erindi frá Ásgeiri Hjálmarssyni.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

3.6
1804005 - Útskálaland: Geymsluhús Í Útsklálal 130803
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

3.7
1802022 - Vinnuskóli 2018
Lagt fram.

3.8
1801004 - Skiptastjórn DS
Lagt fram.

3.9
1712017 - Stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis - fundargerðir
Lagt fram.

4.
Bæjarráð - 294 - 1804001F
Fundur dags. 26.04.2018.

4.1
1712019 - Samstarfshópur um atvinnu- og þróunarmöguleika á Miðnesheiði
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

4.2
1804019 - Hjúkrunarheimili: umsókn og samstarf 2018.
Bæjarstjórn leggur til að ný bæjarstjórn vinni að umsókn um uppbyggingu hjúkrunarrýma, með samþættingu við dagdvöl, heimaþjónustu og önnur búsetuúrræði fyrir aldraða í nýju sameinuðu sveitarfélagi.
Samþykkt samhljóða.

4.3
1803024 - Ársreikningur 2017
Lagt fram.

4.4
1804018 - Rekstraryfirlit 2018
Lagt fram.

4.5
1804026 - Steinbogi kvikmyndagerð:Heimildarmyndin Monument
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

4.6
1804025 - Tralli ehf: umsókn um starfsleyfi
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

4.7
1804027 - Umhverfisdagar í Garði 2018
Lagt fram.

4.8
1804028 - Félagsþjónusta:skýrsla vegna úttektar á barnavernd.
Lagt fram.

4.9
1804029 - Framkvæmdaáætlun um gerð lýðheilsu- og forvarnarstefnu sveitarfélags
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

4.10
1712017 - Stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis - fundargerðir
Lagt fram.

4.11
1803006 - Þjónustuhópur aldraðra á Suðurnesjum: fundargerðir 2018
Lagt fram.

Til máls tóku: ET, MS, JM, BK, EJP

5.
Ungmennaráð - 10 - 1802004F
Fundur dags. 27.03.2018.

5.1
1804002 - UMFÍ ráðstefna, Ungt fólk og lýðræði, 2018
Lagt fram.

6.
Fjölskyldu- og velferðarnefnd: fundargerðir 2018 - 1801002
138. fundur dags. 12.04.2018.
Lagt fram.

Til máls tóku: JH, EJP

7.
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: fundargerðir 2018 - 1801011
730. fundur stjórnar dags. 11.04.2018.
Lagt fram.

Til máls tóku: JM, EJP

8.
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja - fundargerðir 2018 - 1801014
491. fundur stjórnar dags. 12.04.2018.
Lagt fram.

9.
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja: fundargerðir 2018 - 1801033
268. fundur dags. 18.04.2018.
Lagt fram.

10.
Heklan Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja - fundargerðir 2018 - 1802013
a) 63. fundur dags. 09.03.2018. b) 64. fundur dags. 27.04.2018.
Lagt fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25

Nefnd eða ráð: 
Dagsetning fundar: 
miðvikudagur, 2. maí 2018 - 17:30
Færðu mig upp fyrir alla muni!