3821

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Bæjarstjórn: 168. fundur 7. mars 2018

168. fundur bæjarstjórnar.
Haldinn á bæjarskrifstofu Sunnubraut 4, 7. mars 2018
og hófst hann kl.17:30

Fundinn sátu:
Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar, Jónína Magnúsdóttir, Gísli Heiðarsson, Einar Tryggvason, Brynja Kristjánsdóttir, Jónína Holm, Pálmi S. Guðmundsson og Magnús Stefánsson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Halla Þórhallsdóttir, skrifstofustjóri.

Áður en gengið var til dagskrár var lögð fram eftirfarandi sameiginleg bókun bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn óskar Ferskum vindum, sveitarfélaginu og samfélaginu í Garði til hamingju með að Ferskir vindar er nú handhafi Eyrarrósarinnar. Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er árlega fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Verndari Eyrarrósarinnar er Eliza Reid og afhenti hún Mireyu Samper Eyrarrósina fyrir hönd Ferskra vinda í síðustu viku.

Jafnframt óskar bæjarstjórn nemendum Tónlistarskólans í Garði og tónlistarskólanum til hamingju með frábæran árangur á Nótunni, sem er uppskeruhátíð tónlistarskólanna í landinu og var haldin í Hörpu um liðna helgi. Þar fengu nemendur Tónlistarskólans í Garði sérstaka viðurkenningu.

Dagskrá:
1.
Bæjarráð - 290 - 1802001F
Fundur 15.02.2018.

1.1
1802003 - Styrkur til félagasamtaka 2018
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

1.2
1606010 - Gerðaskóli - dómsmál
Lagt fram.

1.3
1801024 - Fjárhagsáætlun 2018 - tillaga um viðauka
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

1.4
1610010 - Ferskir vindar 2017 - 2018
Lagt fram.

1.5
1802017 - Fundarboð: aðalfundur Garðskaga ehf
Lagt fram.

1.6
1802015 - Fundagerðir Skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja 2018
Lagt fram.

1.7
1801004 - Skiptastjórn DS
Lagt fram.

Til máls tóku: PG, EJP, MS

2.
Bæjarráð - 291 - 1802006F
Fundur dags. 01.03.2018.

2.1
1802023 - Vinnustaðagreining
Lagt fram.

2.2
1801031 - Ráðning skólastjóra Gerðaskóla
Lagt fram.

2.3
1709022 - Lögreglusamþykkt
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, eftir aðra umræðu um málið.

2.4
1802020 - Íþróttafélagið Nes: samstarfssamningur
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

2.5
1712017 - Stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis - fundargerðir
Lagt fram.

Til máls tók: EJP

3.
Samband íslenskra sveitarfélaga: fundargerðir 2018 - 1802008
857. fundur stjórnar dags. 23.02.2018.
Fundargerðin lögð fram.

4.
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: fundargerðir 2018 - 1801011
728. fundur stjórnar dags. 14.02.2018.
Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: EJP

5.
Heklan Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja - fundargerðir 2018 - 1802013
62. fundur dags. 02.02.2018.
Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: JM, MS, EJP

6.
Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum: fundargerðir 2018 - 1802016
Fundur dags. 05.02.2018.
Fundargerðin lögð fram.

7.
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja - fundargerðir 2018 - 1801014
489. fundur stjórnar dags. 08.02.2018.
Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: BK, EJP

8.
Yfirkjörstjórn - 1803002
Kosning yfirkjörstjórnar skv. 14. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna.
Fyrir liggur bréf frá Stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar, þar sem því er beint til bæjarstjórna sveitarfélaganna að kosin verði sameiginleg yfirkjörstjórn þriggja fulltrúa og þriggja til vara vegna sveitarstjórnarkosninga í maí nk. Vísað er í 14. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna. Í erindinu kemur fram að gert sé ráð fyrir að kjörstjórnir sem voru kjörnar í upphafi yfirstandandi kjörtímabils verði undirkjörstjórnir við komandi kosningar.

Borin var upp tillaga frá forsetum bæjarstjórna Garðs og Sandgerðisbæjar um að eftirtalin verði kjörin í yfirkjörstjórn:

Aðalmenn: Jenný K. Harðardóttir formaður, Pétur Brynjarsson og Guðjón Þ. Kristjánsson.
Varamenn: Jóhann Geirdal, Guðbjörg Gabríelsdóttir og Elsa G. Guðjónsdóttir.
Tillagan samþykkt samhljóða.

Til máls tók: EJP

9.
Ráðning skólastjóra Gerðaskóla - 1801031
Greinargerð og tillaga um ráðningu skólastjóra.

Jónína Holm vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.

Lögð fram greinargerð starfshóps sem fór yfir umsóknir um stöðu skólastjóra Gerðaskóla. Starfshópurinn leggur til við bæjarstjórn að Evu Björk Sveinsdóttur verði boðin staða skólastjóra Gerðaskóla og að bæjarstjóra verði falið að ganga frá ráðningunni og birta nöfn umsækjenda á heimasíðu sveitarfélagsins.

Tillaga starfshópsins um að Evu Björk Sveinsdóttur verði boðin staða skólastjóra Gerðaskóla samþykkt samhljóða. Bæjarstjóra er falið að ganga frá ráðningunni og birta nöfn umsækjenda á heimasíðu sveitarfélagsins.

Til máls tóku: MS, EJP

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45

Nefnd eða ráð: 
Dagsetning fundar: 
miðvikudagur, 7. mars 2018 - 17:30
Færðu mig upp fyrir alla muni!