3804

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Bæjarstjórn: 167. fundur 7. febrúar 2018

167. fundur bæjarstjórnar.
Haldinn bæjarskrifstofu Sunnubraut 4, 7. febrúar 2018
og hófst hann kl.17:30

Fundinn sátu:
Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar, Jónína Magnúsdóttir, Gísli Heiðarsson, Einar Tryggvason, Brynja Kristjánsdóttir, Jónína Holm, Pálmi S. Guðmundsson og Magnús Stefánsson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Halla Þórhallsdóttir skrifstofustjóri.

Dagskrá:
1.
Bæjarráð - 288 - 1801001F
Fundur dags. 18.01.2018.

1.1
1704002 - Breyting á A deild Brúar lífeyrissjóðs.
Lagt fram.

1.2
1801015 - Persónuverndarreglur
Lagt fram.

1.3
1504049 - Stækkun mötuneytis og tengibyggingar Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Lagt fram.

1.4
1801009 - Umsagnir varðandi tímabundin áfengisveitingaleyfi 2018
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

1.5
1712006 - Leikskólinn Gefnarborg - beiðni um sérstuðning
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

1.6
1801017 - Starfsmannamál
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

1.7
1801004 - Skiptastjórn DS
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

1.8 1801010 - Öldungaráð Suðurnesja: fundargerðir 2018
Lagt fram.

1.9 1711006 - Flutningskerfi Landsnets - Suðurnesjalína
Lagt fram.

2. Bæjarráð - 289 - 1801004F
Fundur dags. 01.02.2018.

2.1 1801024 - Fjárhagsáætlun 2018 - tillaga um viðauka
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

2.2 1704002 - Breyting á A deild Brúar lífeyrissjóðs.
Lagt fram.

2.3 1801031 - Ráðning skólastjóra Gerðaskóla
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

2.4
1712017 - Stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs
og Sandgerðis - fundargerðir
Lagt fram.

2.5 1801010 - Öldungaráð Suðurnesja: fundargerðir 2018
Lagt fram.

3. Skipulags- og bygginganefnd - 40 - 1801005F
Fundur dags. 23.01.2018.

3.1
1702019 - Deiliskipulag:Ofan Garðvangs-Teiga- og
Klappahverfi:Endurskoðun
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða breytingu að deiliskipulagi ofan
Garðvangs, Teiga-og Klapparhverfi og skal skipulagsfulltrúi senda
samþykkt skipulag til Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr.
skipulagslaga.

3.2
1702018 - Deiliskipulag:Ofan Skagabrautar, svæði ÍB10, Í6, ÍB8, ÍB11 og
MV3
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags-og byggingarnefndar
og samþykkir deiliskipulag ofan Skagabrautar. Skal skipulagsfulltrúi fyrir
hönd bæjarstjórnar senda svar til þeirra sem sendu inn athugasemd,
auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar skv. 5.7.1 gr. Skipulagsreglugerðar og
senda samþykkt skipulag til Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. Gr.
skipulagslaga.

3.3
1711012 - Melbraut 27:umsókn um byggingarleyfi: stækkun á
bílgeymslu
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt samhljóða.

3.4 1801018 - Garðbraut 31:fyrirspurn um byggingarleyfi
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt samhljóða.

3.5
1701009 - Fyrirspurn um byggingaleyfi:Skagabraut 86:Endurbætur og
viðbygging við geymslu.
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt samhljóða.

3.6 1801027 - Garðbraut 33:Óleyfisframkvæmd
Lagt fram.

Til máls tók: EJP

4. Skólanefnd - 60 - 1712003F
Fundur dags. 25.01.2018.

4.1 1801028 - Starfsáætlun Gefnarborgar 2017 - 2018
Lagt fram.

4.2
1712012 - Velferðarvaktin:tillögur til að auka hlutfall nemenda sem
ljúka framhaldsskólanámi
Lagt fram.

4.3 1712013 - Samantekt samstarfsnefndar SÍS og félags grunnskólakennara
Lagt fram.

4.4 1801005 - Skólaþing sveitarfélaga 2017
Lagt fram.

4.5 1801023 - Innleiðing í kjölfar álits Persónuverndar í Mentor máli
Lagt fram.

4.6 1801025 - Starfsáætlun Gerðaskóla 2017 - 2018
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt samhljóða.

Til máls tók: EJP

5. Umhverfisnefnd - 12 - 1801003F
Fundur dags. 22.01.2018.

5.1 1505028 - Umhverfisstefna Garðs
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt samhljóða.

5.2 1705005 - Umhverfismál
Lagt fram.

Til máls tók: EJP

6. Fjölskyldu- og velferðarnefnd: fundargerðir 2018 - 1801002
136. fundur dags. 18.01.2018.
Undir máli 1 í fundargerð nefndarinnar er fjallað um breytingar á 10. gr. reglna um
fjárhagsaðstoð og að nefndin hafi samþykkt þær. Í þeim felst m.a. að grunnfjárhæð
fjárhagsaðstoðar verði áfram uppreiknuð miðað við vísitölu neysluverðs og að
fjárhæðir vegna fjárhagsaðstoðar séu samræmdar í sveitarfélögunum þremur sem
standa að félagsþjónustunni.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að staðfesta samþykkt nefndarinnar um breytingar
á 10. gr. reglna um fjárhagsaðstoð, sbr. mál 1 í fundargerðinni.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram.

Til más tóku: MS, JH, EJP

7. Samband íslenskra sveitarfélaga: fundargerðir 2018 - 1802008
856.fundur stjórnar dags. 26.01.2018.
Fundargerðin lögð fram.

8. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: fundargerðir 2018 - 1801011
727. fundur stjórnar dags. 10.01.2018.
Fundargerðin lögð fram.

9. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja - fundargerðir 2018 - 1801014
488. fundur stjórnar dags. 11.01.2018.
Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: PG, BK
10. Sorpeyðingastöð Suðurnesja - aðalfundur 2017 - 1704001
Fundargerð aðalfundar dags. 27.04.2017.
Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: EJP

11. Brunavarnir Suðurnesja bs: fundargerðir 2018 - 1801016
27. fundur stjórnar dags. 15.01.2018.
Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: PG, GH

12. Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja: fundargerðir 2017 - 1702009
a) 10. fundur dags. 06.11.2017.
b) 11. fundur dags. 11.12.2017.
Fundargerðirnar lagðar fram.

Til máls tóku: JM, MS, EJP

13. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja: fundargerðir 2018 - 1801033
266. fundur dags. 25.01.2018.
Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: EJP, ET

14. Breyting á A deild Brúar lífeyrissjóðs. - 1704002
Fyrir liggja drög að samkomulagi við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga um
uppgjör á framlögum Sveitarfélagsins Garðs vegna skuldbindinga A deildar
lífeyrissjóðsins. Jafnframt liggur fyrir minnisblað frá KPMG vegna uppgjörs við Brú
lífeyrissjóð, með tillögum um framkvæmd uppgjörsins. Þá liggur fyrir lánstilboð frá
Lánasjóði sveitarfélaga.

Bæjarstjórn samþykkir uppgjör við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga samtals
að fjárhæð 99 mkr. vegna framlaga í Jafnvægissjóð, Lífeyrisaukasjóð og Varúðarsjóð.
Bæjarstjórn samþykkir að framlög að fjárhæð 33,1 mkr. í Jafnvægissjóð og
Varúðarsjóð verði greidd af handbæru fé og að tekið verði lán hjá Lánasjóði
sveitarfélaga til greiðslu framlags í Lífeyrisaukasjóð að fjárhæð 65,7 mkr. Bæjarstjóra
er veitt fullt umboð til þess að undirrita samkomulag um uppgjör við Brú lífeyrissjóð,
enda hefur málið hlotið viðeigandi málsmeðferð hjá bæjarstjórn í samræmi við
sveitarstjórnarlög nr. 138/2011.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi þann 7.
febrúar 2018 að taka lánstilboði hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr.
66.000.000.- með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034 í samræmi við það lánstilboð sem
liggur fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk
vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr.
68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og
framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Lánið er tekið til að fjármagna uppgjör lífeyrisskuldbindinga í Lífeyrisaukasjóð við
Lífeyrissjóðinn Brú sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega
þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga
nr. 150/2006.
Jafnframt er Magnúsi Stefánssyni, kt. 011060-3319, bæjarstjóra, veitt fullt og
ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Garðs að undirrita lánssamning við
Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og
gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku
þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Bæjarstjórn samþykkir að sami háttur verði hafður á við uppgjör
lífeyrisskuldbindinganna hjá Sandgerðisbæ.

Bæjarstjóra er falið að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: MS, EJP

15. Kosning í nefndir - 1705027
Svava Hólmbergsdóttir óskar eftir að draga sig í hlé í Fjölskyldu- og velferðarnenfd og
í Skipulags- og byggingarnefnd.
Í hennar stað koma í Fjölskyldu og velferðarnefnd: Brynja Kristjánsdóttir
Í skipulags- og byggingarnefnd:  Ólafur Róbertsson verður aðalmaður og til vara
Einar Tryggvason.

Til máls tók: EJP

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10

Nefnd eða ráð: 
Dagsetning fundar: 
miðvikudagur, 7. febrúar 2018 - 17:30
Færðu mig upp fyrir alla muni!