3784

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Bæjarstjórn: 166. fundur 10. janúar 2018

166. fundur bæjarstjórnar.
Haldinn á bæjarskrifstofu Sunnubraut 4, 10. janúar 2018
og hófst hann kl.17:30

Fundinn sátu:
Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar, Jónína Magnúsdóttir, Gísli Heiðarsson, Einar Tryggvason, Brynja Kristjánsdóttir, Jónína Holm, Pálmi S. Guðmundsson og Magnús Stefánsson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Halla Þórhallsdóttir, skrifstofustjóri.

Dagskrá:
1.
Bæjarráð - 286 - 1711003F
Fundur dags. 14.12.2017.
1.1
1712009 - Sunnugarður:samningur um rekstur leikskólans Gefnarborgar
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
1.2
1712001 - Í skugga valdsins
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
1.3
1703058 - Kynning á sameiningarhugmyndum Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja og Sorpu
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
1.4
1712008 - Kvenfélagið Gefn 100 ára
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
1.5
1712010 - Fasteignafélagið Sunnubraut 4: Aðalfundur 2017
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

2.
Bæjarráð - 287 - 1712004F
Fundur dags. 28.12.2017.
2.1
1712009 - Sunnugarður:samningur um rekstur leikskólans Gefnarborgar
Jónína Magnúsdóttir vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfni.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt með fjórum atkvæðum. Fulltrúar N lista sitja hjá.
2.2
1712018 - Fjárlaganefnd Alþingis: Fjárlög 2018
Lagt fram.
2.3
1712017 - Stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis - fundargerðir
Lagt fram.

Til máls tóku: PG, EJP, JH, GH

3.
Skólanefnd - 59 - 1712001F
59. fundur dags. 07.12.2017.
3.1
1712004 - Samræmd próf - niðurstöður 4. og 7. bekkur
Lagt fram.
3.2
1712005 - Bókin Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar
Lagt fram.

Til máls tók: EJP

4.
Fjölskyldu- og velferðarnefnd: fundargerðir 2018 - 1801002
135. fundur dags. 03.01.2018.

Fundargerðin lögð fram.

5.
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: fundargerðir 2017 - 1701022
a) 724. fundur stjórnar dags. 13.12.2017. b) 725. fundur stjórnar dags. 20.12.2017. c) 726. fundur stjórnar dags. 28.12.2017.

Fundargerðirnar lagðar fram.

Til máls tóku: EJP, MS

6.
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja - fundargerðir 2017 - 1701015
487. fundur stjórnar dags. 14.12.2017.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: PG, BK, EJP

7.
Brunavarnir Suðurnesja bs: fundargerðir 2017 - 1703041
26. fundur stjórnar dags. 18.12.2017.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: PG, GH

8.
Reykjanes jarðvangur ses - fundargerðir 2017 - 1701039
40. fundur stjórnar dags. 08.12.2017.

Fundargerðin lögð fram.

9.
Heklan Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja - fundargerðir 2017 - 1701027
61. fundur dags. 08.12.2017.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: PG, MS

10.
Þekkingarsetur Suðurnesja: fundargerðir 2017 - 1703034
24. fundur stjórnar dags. 13.12.2017.

Fundargerðin lögð fram.

11.
Breyting á A deild Brúar lífeyrissjóðs. - 1704002
Minnisblað bæjarstjóra.
Í minnisblaðinu er farið yfir drög að samkomulagi milli Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga og Sveitarfélagsins Garðs, um uppgjör á hlut sveitarfélagsins vegna breytinga á lífeyriskerfi landsmanna. Samkomulagið hefur m.a. stoð í lögum nr. 127/2016 sem byggir m.a. á samkomulagi sem ríkið og Samband ísl sveitarfélaga gerðu um málið. Í uppgjörinu er annars vegar gert ráð fyrir greiðslu sveitarfélagsins í Jafnvægissjóð, sem er til að mæta áfallinni lífeyrisskuldbindingu A deildar Brúar þann 31. maí 2017. Hins vegar er Lífeyrisaukasjóður, sem felur í sér uppgjör á framtíðarskuldbindingum frá 31. maí 2017 og Varúðarsjóður sem ætlað er að standa að baki Lífeyrisaukasjóði. Fram kemur að gert sé ráð fyrir að gengið verði frá undirritun samkomulags og uppgjöri fyrir 31. janúar 2018.

Í minnisblaðinu eru tiltekin nokkur atriði sem taka þarf afstöðu til áður en gengið verði frá málinu, einnig er tillaga um framvindu málsins.

Samþykkt að fela bæjarstjóra að vinna að þeim atriðum sem taka þarf afstöðu til vegna samkomulags og uppgjörs við Brú lífeyrissjóð. Tillögur um afgreiðslu málsins verði lagðar fyrir bæjarráð. Í ljósi þeirra tímamarka sem sett eru til frágangs á málinu, er bæjarráði veitt fullnaðarheimild til afgreiðslu málsins fyrir 31. janúar 2018.

Samþykkt samhljóða.


Til máls tóku: EJP, MS, BK, GH

12.
Gefnarborg: erindi vegna reksturs 2017 - 1801006
Ósk um leiðréttingu á rekstrarframlagi.
Jónína Magnúsdóttir vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfni.
Í erindinu óskar rekstraraðili eftir viðbótar framlagi sveitarfélagsins til rekstrar leikskólans. Annars vegar afturvirkri leiðréttingu vegna annars rekstrarkostnaðar, sem hefur ekki hækkað til samræmis við hækkun neysluverðsvísitölu. Hins vegar vegna aukins kostnaðar við rekstur á eldhúsi.

Samþykkt samhljóða að hafna erindinu, með tilvísun í grein 16.2 í samningi um rekstur leikskólans. Ekki er fallist á leiðréttingu vegna breytingar á vísitölu neysluverðs fyrir það árabil sem óksað er eftir og ekki hafa orðið verulegar kostnaðarhækkanir undanfarin tvö ár. Varðandi aukinn kostnað við rekstur á eldhúsi, er ekki fallist á að greiða þann aukna kostnað, enda á ábyrgð rekstraraðila.

Til máls tóku: EJP, MS, JH

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:55

Nefnd eða ráð: 
Dagsetning fundar: 
miðvikudagur, 10. janúar 2018 - 17:30
Færðu mig upp fyrir alla muni!