3769

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Bæjarstjórn: 165. fundur 6.desember 2017

165. fundur bæjarstjórnar.
Haldinn á bæjarskrifstofu Sunnubraut 4, 6. desember 2017
og hófst hann kl.17:30

Fundinn sátu:
Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar, Jónína Magnúsdóttir, Gísli Heiðarsson, Einar Tryggvason, Brynja Kristjánsdóttir, Jónína Holm, Pálmi S. Guðmundsson og Magnús Stefánsson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Halla Þórhallsdóttir skrifstofustjóri.

Dagskrá:
1.
Fjárhagsáætlun 2018 - 2021 - 1709006
Síðari umræða.

Bæjarstjóri fór yfir fjárhagsáætlunina og greinargerð um hana.

Í rekstraráætlun fyrir árið 2018 eru heildartekjur A og B hluta áætlaðar 1.490 mkr. Þar af eru skatttekjur áætlaðar 903,7 mkr., eða 60,6% af heildartekjum. Framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru áætluð 383,6 mkr., eða 29,3% af heildartekjum. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 113,3 mkr., eða 7,6% af heildartekjum. Rekstrarniðurstaða rekstraráætlunar A og B hluta er áætluð 24,9 mkr. Rekstrarafgangur A hluta sveitarsjóðs er áætlaður 30,9 mkr.

Heildareignir fyrir A og B hluta eru áætlaðar 3.323,4 mkr. í árslok 2018. Áætlað er að heildar skuldir og skuldbindingar verði 602,6 mkr., þar af lífeyrisskuldbindingar 238,5 mkr. og leiguskuldbinding 105,4 mkr. Vaxtaberandi skuldir við lánastofnanir 58,9 mkr. í árslok 2018. Hlutfall heildar skulda og skuldbindinga af heildartekjum (skuldahlutfall) er áætlað að verði um 40% í árslok 2018 og í árslok 2021 um 36%.

Veltufé frá rekstri í áætlun fyrir A og B hluta er áætlað 142,3 mkr., eða 9,6%. Veltufé frá rekstri samtals árin 2018-2021 er áætlað alls 624,2 mkr. Handbært fé frá rekstri er áætlað 136,3 mkr. árið 2018 og samtals 594,2 árin 2018-2021. Afborganir langtímalána eru áætlaðar 7,4 mkr. árið 2018. Fjárfestingar og framkvæmdir 2018 eru áætlaðar alls 170,5 mkr. Í árslok 2018 er áætlað að handbært fé nemi 372,6,mkr. og 507 mkr. í lok áætlunartímabilsins árið 2021.

Bókun bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun:

Bæjarstjórn þakkar bæjarstjóra, starfsfólki á bæjarskrifstofu og forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins fyrir vandaða og góða vinnu við vinnslu fjárhagsáætlunar. Jafnframt þakkar bæjarstjórn fyrir ítarlega og faglega greinargerð bæjarstjóra um fjárhagsáætlun. Góð samvinna og samstaða hefur verið um vinnslu fjárhagsáætlunar, sem leggur grunn að góðum árangri við að fylgja fjárhagsáætlun eftir.
Bæjarstjórn hefur undanfarin ár haft það að megin markmiði að rekstur
sveitarfélagsins skili jákvæðri rekstrarniðurstöðu og að fjárfestingar séu
fjármagnaðar með skatttekjum. Þessi markmið hafa náðst. Við lok þessa kjörtímabils
mun núverandi bæjarstjórn skila af sér sveitarfélagi með stöðugan rekstur og mikinn
fjárhagslegan styrk til að standa undir fjárfestingum næstu ára.


Með afgreiðslu fjárhagsáætlunar að þessu sinni eru ákveðin tímamót, þar sem
áætlunin er sú síðasta sem núverandi bæjarstjórn vinnur og afgreiðir. Þá felast ekki
minni tímamót í því að þessi fjárhagsáætlun er sú síðasta sem unnin er í nafni
Sveitarfélagsins Garðs, þar sem eftir sveitarstjórnarkosningar í maí 2018 mun
sveitarfélagið sameinast Sandgerðisbæ.


Fjárhagsáætlun 2018, ásamt gjaldskrá samþykkt samhljóða.


Fjárhagsáætlun 2019-2021 samþykkt samhljóða.


Til máls tóku: MS, EJP

2. Sameining sveitarfélaga. - 1605013
Skilabréf samstarfsnefndar.


Fyrir liggur skilabréf samstarfsnefndar um sameiningu dags. 14.11.2017 þar sem gerð
er grein fyrir undirbúningi og niðurstöðu atkvæðagreiðslu íbúa sveitarfélaganna
Garðs og Sandgerðisbæjar þann 11. nóvember sl., um tillögu um sameiningu
sveitarfélaganna. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru eftirfarandi:


Garður: Á kjörskrá voru 1.134, atkvæði greiddu 601 eða 53%. Já sögðu 430, eða
71,5%. Nei sögðu 171, eða 28,5%.
Sandgerðisbær: Á kjörskrá 1.200, atkvæði greiddu 662 eða 55,2%. Já sögðu 369, eða
56,1%. Nei sögðu 289, eða 43,9%.
Sameining sveitarfélaganna var samþykkt.


Með skilabréfinu lýkur samstarfsnefnd verkefni sínu og gerir skil á því.

Lagt fram.

Til máls tók: EJP


3.
Sameining sveitarfélaga:undirbúningur að stofnun nýs sveitarfélags sbr. 122.
gr. sveitarstjórnarlaga - 1712007


Minnisblöð bæjarstjóra.


Í minnisblöðum frá bæjarstjórum Garðs og Sandgerðisbæjar er gerð grein fyrir
fundum hjá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneyti og með ráðgjöfum KPMG, um þau
verkefni sem framundan eru við undirbúning að stofnun á nýju sameinuðu
sveitarfélagi.


Samkvæmt 122. gr. sveitarstjórnarlaga skulu sveitarstjórnir sem hlut eiga að máli,
eftir að sameining sveitarfélaga hefur verið samþykkt, hver um sig velja tvo til þrjá
fulltrúa til setu í sérstakri stjórn til undirbúnings að stofnun hins nýja sveitarfélags.
Lagt er til að eftirtalin verði fulltrúar bæjarstjórnar Garðs í stjórn til undirbúnings að
stofnun nýs sveitarfélags:

Einar Jón Pálsson, Jónína Magnúsdóttir og Jónína Holm.


Samþykkt samhljóða.


Til máls tóku: EJP, PG, MS


4. Byggðakvóti fiskveiðiársins 2017/2018 - 1709009
Úthlutun byggðakvóta.


Með bréfi dags. 21.11.2017 tilkynnti Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið að
Sveitarfélagið Garður fái úthlutað byggðakvóta 300 þorskígildistonnum fyrir
yfirstandandi fiskveiðiár.
Lagt er til að úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa verði með sama hætti og var á
síðasta fiskveiðiári:
50% úthlutaðs byggðakvóta verði skipt jafnt milli þeirra fiskiskipa sem uppfylla
skilyrði reglugerðar 604/2017 og lönduðu botnfiskafla á fiskveiðiárinu 2016/2017 og
50% verði skipt hlutfallslega, til sömu skipa, miðað við landaðan botnfiskafla í
tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið á tímabilinu 1. september
2016 til 31. ágúst 2017. Jafnframt er ítrekað að þar sem ekki er löndunarhöfn í Garði
verði fullgilt að fiskiskip landi afla í öðru sveitarfélagi, en til vinnslu í Garði.


Samþykkt samhljóða.


Til máls tóku: EJP, PG, MS


5. Bæjarráð - 284 - 1710007F
Fundur dags. 09.11.2017.


5.1 1701013 - Fjárhagsáætlun 2017 - tillaga um viðauka
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.


5.2 1709006 - Fjárhagsáætlun 2018 - 2021
Lagt fram.


5.3 1705011 - Framkvæmdir 2017.
Lagt fram.


5.4 1711006 - Flutningskerfi Landsnets - Suðurnesjalína
Bókun bæjarráðs samþykkt samhljóða.


5.5 1706009 - Samstarfsnefnd um sameiningarmál - fundargerðir
Lagt fram.


5.6 1701030 - Öldungaráð Suðurnesja: fundargerðir 2017
Lagt fram.

6. Bæjarráð - 285 - 1711002F
Fundur dags. 23.11.2017.


6.1 1701013 - Fjárhagsáætlun 2017 - tillaga um viðauka
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.


6.2 1709006 - Fjárhagsáætlun 2018 - 2021
Lagt fram.


6.3 1709022 - Lögreglusamþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.


6.4 1512034 - Sjólyst: Framkvæmdir og endurbætur húss
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.


6.5 1705011 - Framkvæmdir 2017.
Lagt fram.


6.6 1706009 - Samstarfsnefnd um sameiningarmál - fundargerðir
Lagt fram.


Til máls tóku: PG, EJP


7. Fjölskyldu- og velferðarnefnd: fundargerðir 2017 - 1701023
a) 133. fundur dags. 16.11.2017.
b) 134. fundur dags. 16.11.2017.


Fundargerðirnar lagðar fram.


Til máls tóku: EJP, JH, MS


8. Samband íslenskra sveitarfélaga: fundargerðir 2017 - 1702002
a) 853. fundur stjórnar dags. 27.10.2017.
b) 854. fundur stjórnar dags. 24.11.2017.


Fundargerðirnar lagðar fram.


9. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: fundargerðir 2017 - 1701022
a) 721. fundur stjórnar dags. 08.11.2017.
b) 722. fundur stjórnar dags. 16.11.2017.
c) 723. fundur stjórnar dags. 23.11.2017.


Fundargerðirnar lagðar fram.

Til máls tók: EJP


10. Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja: fundargerðir 2017 - 1702009
9. fundur dags. 21.06.2017.


Fundargerðin lögð fram.


Til máls tók: EJP


11. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja - fundargerðir 2017 - 1701015
486. fundur stjórnar dags. 09.11.2017.


Fundargerðin lögð fram.


Til máls tóku: PG, BK


12. Brunavarnir Suðurnesja bs: fundargerðir 2017 - 1703041
a) 24. fundur stjórnar dags. 23.10.2017.
b) 25. fundur stjórnar dags. 13.11.2017.


Fundargerðirnar lagðar fram.


13. Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum: fundargerðir 2017 - 1710001
Fundur dags. 13.11.2017.


Fundargerðin lögð fram.


Til máls tóku: PG, MS


14. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja: fundargerðir 2017 - 1704014
265. fundur dags. 22.11.2017.


Fundargerðin lögð fram.


15. Almannavarnanefnd Suðurnesja: fundargerðir - 1703036
Fundur dags. 24.11.2017.


Fundargerðin lögð fram.


Til máls tóku: PG, EJP, MS


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20

Nefnd eða ráð: 
Dagsetning fundar: 
miðvikudagur, 6. desember 2017 - 17:30
Færðu mig upp fyrir alla muni!