2961

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Bæjarstjórn: 122. fundur 15. janúar 2014

122. fundur bæjarstjórnar
haldinn á bæjarskrifstofu Sunnubraut 4, miðvikudaginn 15. janúar 2014
og hófst hann kl.18:30

Fundinn sátu:
Einar Jón Pálsson forseti bæjarstjórnar, Brynja Kristjánsdóttir, Gísli Heiðarsson, Einar Tryggvason, Davíð Ásgeirsson, Jónína Holm, Pálmi S. Guðmundsson og Magnús Stefánsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Halla Þórhallsdóttir, skrifstofustjóri

Áður en gengið var til dagskrár lagði forseti til að við dagskrá verði bætt 10. máli, 1301034 - Málefni DS.

Dagskrá:

1.
1401001F - Bæjarráð - 201

Fundur 09.01.2014

Varðandi 1.mál, 1303029 Samvinnunefnd um svæðisskipulag Suðurnesja, var lagt til að starfsreglur samvinnunefndar verði staðfestar af bæjarstjórn.


Samþykkt samhljóða að staðfesta starfsreglur Samvinnunefndar um svæðisskipulag Suðurnesja eins og þær liggja fyrir.


Varðandi 4. mál., 1312004 Ungmennaráð Garðs, þá lýsir bæjarstjórn ánægju með að starf Ungmennaráðs sé hafið.


Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: EJP,MS,PG,BK


2.
1302001 - Samband íslenskra Sveitarfélaga - fundargerðir stjórnar 2013.

811. fundur dags.13.12.2013

Fundargerðin lögð fram.

3.
1302043 - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - fundagerðir 2013.

668. fundur stjórnar dags. 19.12.2013.
669. fundur stjórnar dags. 30.12.2013.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

Til máls tóku: EJP,JH,PG

4.
1302032 - Sorpeyðingarstöð Suðurnesja - fundagerðir 2013.

443. fundur stjórnar dags. 19.12.2013.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.
1302057 - Fjölskyldu- og velferðarnefnd - fundagerðir 2013.

A. 74. fundur dags. 19.12.2013.
B. 75. fundur

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

Til máls tóku: JH,BK, EJP

6.
1305033 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Garðs.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir ábendingum Innanríkisráðuneytisins varðandi samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Garðs eins og hún var samþykkt í bæjarstjórn eftir síðari umræðu á 118. fundi bæjarstjórnar þann 11.09.2013. Jafnframt gerði bæjarstjóri grein fyrir tillögum um breytingar á samþykktinni, sem taka mið af ábendingum ráðuneytisins.


Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Garðs, með áorðnum breytingum samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: EJP,MS,JH,BK,PG,DÁ

7.
1309006 - Erindisbréf nefnda Sveitarfélagsins Garðs.

a. Skipulags-og bygginganefnd.
b. Skólanefnd.
c. Jafnréttisnefnd.
d. Íþrótta-, tómstunda-og æskulýðsnefnd.
e. Markaðs-og atvinnumálanefnd.
f. Ferða-, safna-og menningarnefnd.
g. Landakaupanefnd.
h. Umhverfisnefnd.

Samþykkt samhljóða að óska eftir umsögnum um erindisbréfin frá viðkomandi nefndum, utan nefndir í liðum g. og h.

Til máls tóku; EJP,MS,PG

8.
1309005 - Persónukjör í Sveitarfélaginu Garði

Fyrirspurn frá N-lista um rafrænar íbúakosningar

N-Lisinn spyr, er vilji meirihlutasamstarfs xD og xL til þess að leyfa kjósendum í Sveitarfélaginu Garði að taka afstöðu hvort vilji er fyrir persónukjöri í næstu sveitarstjórnarkosningum sem yrði þá framkvæmd með rafrænni íbúakosningu?


D listi hefur tekið ákvörðun um framboð og hefur hafið undirbúning að prófkjöri.

Bókun N lista: Afstaða meirihlutans veldur vonbrigðum. Rafrænar íbúakosningar er framtíðin, það þarf kjark til að vera í forystu meðal sveitarfélaga.

Til máls tóku: EJP,JH

9.
1301004 - Nefndir.

Kjör aðal-og varamanns í Markaðs-og atvinnumálanefnd

N-listinn tilnefnir Viggó Benediktsson sem aðalmann í Markaðs-og atvinnumálanefnd í stað Ragnars Friðrikssonar. Pálmi S Guðmundsson verði varamaður í nefndinni.

Samþykkt samhljóða.

N listinn þakkar Ragnari Friðrikssyni samstarfð og óskar honum velfarnaðar.
Til máls tóku: EJP,JH

10.
1301034 - Málefni DS

Lögð voru fram þrjú bréf dags. 13. janúar 2014 frá Velferðarráðuneyti, sem svör við eftirfarandi erindum til heilbrigðisráðherra varðandi málefni DS og Garðvangs:

Sameiginlegt erindi bæjarstjóra Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs dags. 30. ágúst 2013 um hjúkrunarþjónustu við aldraða á Suðurnesjum. Með bréfinu fylgdi skýrsla Haraldar Líndal Haraldssonar, “Garðvangur hjúkrunarheimili, greining og tillögur.”
Bréf bæjarstjóra Garðs dags. 13. desember 2013, með bókun bæjarstjórnar af fundi dags. 12. desember 2013.
Bréf bæjarstjóra Garðs dags. 3. janúar 2014, varðandi bókun bæjarráðs Reykjanesbæjar dags. 19. desember 2013.

Í svörum Velferðarráðuneytisins kemur m.a. fram að ráðuneytið geri ekki athugasemd við niðurstöðu meirihluta stjórnar DS um að starfsemin á Garðvangi verðu flutt til Nesvalla, í andstöðu við fulltrúa Garðs og Sandgerðisbæjar. Þessi afstaða ráðuneytisins er þrátt fyrir að heilbrigðisráðherra og fulltrúar ráðuneytisins hafi áður lagt áherslu á að þau sveitarfélög sem standa að DS komist að sameiginlegri niðurstöðu.
Þá kemur fram að endurbætur á Garðvangi séu ekki inni í framkvæmdaáætlun ráðuneytisins um uppbyggingu hjúkrunarrýma í landinu. Í endurskoðun framkvæmdaáætlunarinnar muni ráðuneytið hafa í huga hvort æskilegt sé að fjölga hjúkrunarrýmum á Suðurnesjum og þá með hvaða hætti.
Fram kemur að svokölluð leiguleið til fjármögnunar á byggingu hjúkrunarheimila sé fullnýtt og ekki sé möguleiki eins og staðan er í dag að byggja meira samkvæmt henni. Þá séu endurbætur með þessari leið til fjármögnunar ekki mögulegar þar sem hún miðist við nýbyggingar hjúkrunarheimila.
Ráðuneytið telur að orðalag og orðaval bókunar bæjarráðs Reykjanesbæjar frá 19. desember 2013 sé til þess fallið að skapa misskilning og jafnvel ónauðsynlega úlfúð og að það sé miður. Að öðru leyti hafi ráðuneytið ekki skýringar á orðalagi í bókun bæjarráðs Reykjanesbæjar, en þar er vísað til þess að bæjarráðið vísar í kröfur og ákvarðanir stjórnvalda og ráðuneytisins varðandi flutning á starfsemi Garðvangs til Nesvalla.

Bókun bæjarstjórnar Garðs:

Bæjarstjórn Garðs harmar svör Velferðarráðuneytisins, sem eru í megin atriðum í mótsögn við það sem fram hefur komið á nokkrum fundum með fulltrúum ráðuneytisins, bókanir bæjarstjórnar Garðs um málið og tillögur sem bæjarstjórnir Garðs og Sandgerðisbæjar hafa lagt fyrir ráðherra.

Afstaða ráðuneytisins til samþykktar meirihluta stjórnar DS er í mótsögn við fyrri yfirlýsingar ráðuneytisins um að sveitarfélögin sem standa að DS komist að sameiginlegri niðurstöðu í málinu. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að fela lögmanni að leita leiða til þess að hnekkja ákvörðun meirihluta stjórnar DS um lokun Garðvangs á þeirri forsendu að stjórn DS hafi ekki valdheimildir til slíkra ákvarðana, með tilvísun í lögfræðiálit frá Forum lögmönnum frá því í ágúst 2013.

Bæjarstjórn bendir á að samþykkt meirihluta fulltrúa Reykjanesbæjar og Voga í stjórn DS, þess efnis að íbúar á Garðvangi verði fluttir til Nesvalla, megi líkja við hreppaflutninga fólks úr einu sveitarfélagi í annað.

Bæjarstjórnir Garðs og Sandgerðisbæjar lögðu tillögur fyrir ráðherra í ágúst 2013, um lausnir í málinu sem gerðu ráð fyrir starfsemi Garðvangs, Hlévangs, Nesvalla og Víðihlíðar. Þær lausnir miðuðu m.a. að því að fullnýta ónýttar heimildir hjúkrunarrýma á Suðurnesjum. Tillögurnar fólu einnig í sér lausnir um fjármögnun endurbóta á Garðvangi. Bæjarstjórn vekur athygli á því að viðbrögð ráðuneytisins við erindinu frá því í ágúst 2013 bárust ekki fyrr en í dag 15. janúar 2014, eða nærri fimm mánuðum síðar.

Bæjarstjórn hvetur heilbrigðisráðherra til þess að endurskoða þá afstöðu að hafa tillögurnar að engu, eins og fram kemur í svörum ráðuneytisins. Þá hvetur bæjarstjórn heilbrigðisráðherra til að beita sér fyrir því að hjúkrunarheimili í Garði fái stað í framkvæmdaáætlun ráðuneytisins um uppbyggingu hjúkrunarrýma.

Bæjarstjórn Garðs ítrekar hvatningu til heilbrigðisráðherra um að leggja sitt af mörkum til lausna til framtíðar litið, ekki síst þar sem hjúkrunarþjónusta við aldraða er á ábyrgð ríkisins. Með þeim hætti leggur ráðherra sitt af mörkum til þess að sátt og samstaða verði meðal íbúa Suðurnesja um nauðsynlega þjónustu við aldrað fólk á Suðurnesjum.

Bæjarstjórn Garðs felur bæjarstjóra að hefja undirbúning þess að Sveitarfélagið Garður sæki um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra til endurbóta á Garðvangi eða til nýbyggingar hjúkrunarheimilis í Garði. Jafnframt er bæjarstjóra falið að hefja undirbúning þess að Sveitarfélagið Garður dragi sig út úr samstarfi sveitarfélaga innan DS.

Samþykkt samhljóða.


Til máls tóku: EJP,MS,BK,PG,JH,GH,DÁ,ET


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:30

Nefnd eða ráð: 
Dagsetning fundar: 
miðvikudagur, 15. janúar 2014 - 17:30
Færðu mig upp fyrir alla muni!