2960

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Bæjarstjórn: 121. fundur 12. desember 2013

121. fundur bæjarstjórnar
haldinn á bæjarskrifstofu Sunnubraut 4, fimmtudaginn 12. desember 2013
og hófst hann kl.17:30

Fundinn sátu:
Einar Jón Pálsson forseti bæjarstjórnar, Brynja Kristjánsdóttir, Gísli
Heiðarsson, Einar Tryggvason, Davíð Ásgeirsson, Jónína Holm, Pálmi S.
Guðmundsson og Magnús Stefánsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Halla Þórhallsdóttir, skrifstofstjóri

Dagskrá:

1. 1307016 - Fjárhagsáætlun 2014.

Síðari umræða.

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Garðs 2014, ásamt rammaáætlun fyrir
árin 2015-2017 tekin til síðari umræðu. Bæjarstjóri fór yfir helstu
fjárhagsstærðir í áætluninni og gerði grein fyrir breytingum á áætluninni
frá fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Greinargerð frá N lista.
Við undirbúning og að gerð fjárhagsáætlunar fyrir Sveitarfélagið Garð
unnu meirihlutasamstarf xD og xL lista. Viðleitni þeirra til samstarfs við N
listann var engin fyrir utan að óska eftir samþykki til að fresta
bæjarstjórnarfundi sem vera átti miðvikudaginn 4. des.
sl. Fundartillagan var send út seint föstudaginn 29. nóv. Það liggur ljóst
fyrir að meirihlutinn hafði þá þegar ákveðið að fresta bæjarstjórnarfundi og
það nokkru fyrr en bæjarfullrtúum N listans var tilkynnt um það og óskað
var eftir fullri samstöðu. Vinnubrögð af þessu tagi eru ekki til þess að auka
á traust og samvinnu, ef málefni krefjast fullrar samstöðu verður auðvitað
að vera um þau fullt samráð og aðkoma.

Bókun N lista vegna fjárhagsáætlunar.

N listinn gerir alvarlega athugasemd við ákvörðun meirihlutasamstarf xD
og xL lista að útiloka N listann frá aðkomu og samráði við vinnslu
fjárhagsáætlunar 2014. Bæjarfulltrúar N lista voru ekki boðaðir á fund
með endurskoðanda þar sem meirihlutinn vann að yfirferð áætlunarinnar.
Bæjarfulltrúar N lista sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2014.

Forseti óskar eftir fundarhléi.

Bæjarfulltrúar D og L lista benda á að það er ekki rétt sem kemur fram í
bókun bæjarfulltrúa N-lista um útilokun á aðkomu þeirra að vinnslu
fjárhagsáætlunar. Hið rétta er að fjárhagsáætlun kom tvisvar sinnum fyrir
bæjarráð og fyrir bæjarstjórn við fyrri umræðu. Fulltrúar N-lista höfðu fulla
vitneskju um tölulegar staðreyndir, auk þess sem þeir höfðu sama aðgang
að bæjarstjóra og starfsfólki sveitarfélagsins, auk ráðgjafa, um vinnslu
fjárhagsáætlunar.

N listi óskar eftir fundarhléi.

Bókun N lista

Rétt er að bæjarfulltrúi N listans situr bæjarráðsfundi og hefur aðgang að
bæjarstjóra og starfsfólki skrifstofunnar. Hins vegar fékk N listinn ekki
aðgang að sameiginlegum fundi með endurskoðanda, þar sem
upplýsingar um ýmis mál voru gefin vegna fjárhagsáætlunar.


Forseti gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu og greinargerð um útsvarshlutfall
2014:

Bæjarstjórn samþykkir, með fyrirvara um að lögum nr. 4/1995, um
tekjustofna sveitarfélaga verði breytt á Alþingi fyrir 31. desember 2013, að
útsvarshlutfall á árinu 2014 skuli vera 14,52%. Umrædd breyting á
lögunum er samkvæmt samkomulagi ríkisins og Sambands ísl.
sveitarfélaga, þar sem gert er ráð fyrir að álagningarhlutfall útsvars geti
orðið 0,04% hærra og á móti lækki álagningarhlutfall tekjuskatts.
Breytingin er ætluð til að auka tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem
úthluti þeim til sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk. Hækkun á
álagningarhlutfalli útsvars mun ekki hafa áhrif á áætlaðar útsvarstekjur
sveitarfélagsins né auknar álögur á íbúana á árinu 2014. Gangi
fyrirhugaðar breytingar á lögunum ekki eftir stendur fyrri ákvörðun
bæjarstjórnar á 120. fundi um að útsvarshlutfall á árinu verði 14,48%.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Samkvæmt fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að kr. 210 milljónum verði
ráðstafað úr Framtíðarsjóði til niðurgreiðslu lána á árinu 2014. Bæjarstjórn
samþykkir að boðað verði til íbúafundar þar sem leitað verði eftir
samþykki íbúa Garðs fyrir þessari ráðstöfun úr Framtíðarsjóði.

Samþykkt samhljóða.

Bókun D og L lista.

Fjárhagsáætlun 2014-2017 felur í sér að fjárhagsleg staða
sveitarfélagsins er mjög góð. Bæjarstjórn vinnur að því markmiði að
uppfylla jafnvægisreglu í fjármálareglum sveitarstjórnarlaga. Á 120. fundi
bæjarstjórnar var samþykkt samhljóða að láta vinna úttekt á rekstri
sveitarfélagsins. Fyrstu áfanganiðurstöður hafa verið kynntar og má þegar
sjá áhrif þeirra til rekstrarhagræðingar í fjárhagsáætluninni. Bæjarstjórn
mun fjalla um frekari hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins þegar
niðurstaða rekstrarúttektar liggur fyrir á fyrstu mánuðum ársins 2014.

Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að heildartekjur ársins 2014 verði kr. 954,6
milljónir.
Skatttekur aðalsjóðs í A-Hluta eru áætlaðar kr. 850,7 milljónir.
Rekstrarafgangur af reglulegri starfsemi A og B Hluta fyrir afskriftir og
fjármagnsliði er áætlaður kr. 81,9 milljónir.
Afskriftir eru áætlaðar kr. 77,7 milljónir og fjármagnsgjöld umfram
fjármunatekjur kr. 0,4 milljónir. Rekstrarniðurstaða A og B Hluta er
áætlaður rekstrarafgangur kr. 3,8 milljónir.
Veltufé frá rekstri er áætlað kr. 104,5 milljónir, eða 10,9% af tekjum.
Gert er ráð fyrir að nýta handbært fé til að greiða upp vaxtaberandi
langtímalán að fjárhæð kr. 209,4 milljónir.
Með því lækka langtímalán úr kr. 290,6 milljónum í árslok 2013 í kr 81,2
milljónir árið 2014 og verða um 8% af tekjum. Hlutfall heildarskulda af
tekjum lækkar með þessari ráðstöfun úr 75,6% árið 2013 í 50,3% árið
2014.


Í áætluninni er gert ráð fyrir framkvæmdum að fjárhæð kr. 230,5 milljónum
árið 2014.
Stærsta einstaka framkvæmdin er viðbygging við íþróttamiðstöð kr. 130
milljónir.
Allar framkvæmdir verða fjármagnaðar með handbæru fé og ekki gert ráð
fyrir að tekin verði ný lán.
Samkvæmt rammaáætlun 2015-2017 verður jafnvægisregla
sveitarstjórnarlaga uppfyllt árið 2016. Gert er ráð fyrir að handbært fé
aukist hratt á ný á tímabilinu og reiknað er með fjárfestingum á hverju ári
sem nemur kr. 50,0 milljónum.

Bæjarstjórn vinnur að því markmiði að bæta rekstrarafkomu
sveitarfélagsins á næstu árum og styrkja enn frekar fjárhagslega stöðu.
Allt er það í þágu íbúa sveitarfélagsins til framtíðar litið, þannig að
Sveitarfélagið Garður verði eitt stöndugasta sveitarfélag landsins
fjárhagslega og veiti jafnframt íbúunum og atvinnulífinu bestu þjónustu
sem völ er á.

Gjaldskrá 2014 samþykkt samhljóða.

Fjárhagsáætlun ársins 2014, og rammaáætlun 2015-2017 samþykkt með
5 atkvðæum D og L lista. Fulltrúar N lista sitja hjá.

Til máls tóku: MS,EJP,PG,JH,BK,GH


2. 1311001F - Bæjarráð - 199

Fundur 14.11.2013

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: PG, MS, EJP


3. 1312001F - Bæjarráð - 200

Fundur 06.12.2013

Borið var upp til sérstakrar afgreiðslu 3. mál fundargerðarinnar,
Húsnæðismál Brunavarna Suðurnesja.
Samþykkt samhljóða.

Borið var upp til sérstakrar afgreiðslu 4. mál, Samningur vegna söluferlis
HS Veitna.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt að fresta afgreiðslu á 5. máli, Hlutabréf í Bláa Lóninu, vegna
nýrra upplýsinga sem fram hafa komið.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: MS, EJP


4. 1302001 - Samband íslenskra Sveitarfélaga - fundargerðir stjórnar
2013.

810. fundur 22.11.2013.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: MS


5. 1304011 - Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerðir 2013

a) 9. fundur 20.11.2013.
b) 10. fundur 27.11.2013.

Fundargerðirnar lagðar fram.


6. 1302043 - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - fundagerðir 2013.

667.fundur 21.11.2013.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: EJP, JH


7. 1303030 - Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum - fundargerðir 2013

Fundargerð stjórnar 06.11.2013

Fundargerð stjórnar 13.11.2013

Varðandi fjárhagsáætlun DS sbr. fundargerð 06.11.2013, þá hefur stjórn
SSS samþykkt fjárhagsáætlun sem er ekki samhljóða fjárhagsáætlun DS
og hefur fjárhagsáætlun samþykkt af SSS verið færð inn í fjárhagsáætlun
Garðs 2014.

Bæjarstjórn samþykkir að rekstri Garðvangs verði haldið áfram og tryggt
að orðið verði við óskum þess heimilisfólks sem býr á Garðvangi og þess
óska að það geti búið þar áfram. Jafnframt lýsir bæjarstjórn því yfir að
hjúkrunarrými á Garðvangi verði ekki tekin þaðan gegn vilja bæjarstjórnar
Garðs, enda er heimilisfólk á Garðvangi með lögheimili í Sveitarfélaginu
Garði.
Bæjarstjórn Garðs lýsir yfir andstöðu við samþykkt meirihluta í stjórn
Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum (DS) um að hjúkrunarheimilinu
Garðvangi verði lokað og starfsemi þess flutt á Nesvelli í Reykjanesbæ.
Stjórn DS hefur ekki heimildir til að leggja niður hjúkrunarheimilið og flytja
starfsemina á annan stað. Ákvörðun um slíkt er í höndum
heilbrigðisráðherra.
Bæjarstjórn Garðs skorar á heilbrigðisráðherra að sjá til þess að
Garðvangi verði ekki lokað og þannig virtur vilji bæjarfélaganna, Garðs og
Sandgerðis, um að leggja ekki niður eina hjúkrunarheimilið í þessum
tveimur bæjarfélögum. Bent er á að ráðuneytið hefur ítrekað upplýst að
skipan þessara mála sé háð samstöðu sveitarfélaganna sem standa að
DS.
Bæjarstjórn skorar á heilbrigðisráðherra að sjá til þess að framlög verði
veitt úr Framkvæmdasjóði aldraðra og/eða á fjárlögum til að kosta hlut
ríkisins við breytingar á húsnæði Garðvangs, sem nemi 85% af
kostnaðnum. Bæjarstjórn lýsir yfir vilja sínum til að koma að því máli með
svokallaðir leiguleið.
Loks samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra undirbúning þess að ráða
hönnuð til þess að gera tillögur að breytingum á húsnæði Garðvangs,
þannig að það standist ýtrustu kröfur um aðbúnað og húsnæði á
hjúkrunarheimilum.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: EJP, MS,JH,PG,BK,GH

8. 1302004 - Þjónustuhópur aldraðra - fundagerðir 2013

a) 88. fundur 28.10.2013.
b) 89. fundur 18.11.2013.

Bæjarstjórn Garðs tekur undir bókun í fundargerð 89. fundar um mikilvægi
þess að hið fyrsta verði hafin vinna í að móta framtíðarskipan
öldrunarmála á Suðurnesjum.


Fundargerðirnar lagðar fram.

Til máls tóku: EJP, MS


9. 1301041 - Brunavarnir Suðurnesja - fundargerðir 2013.

a) 229. fundur stjórnar 11.11.2013.
b) Gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja samþykkt samhljóða.

Til málst tók: EJP


10. 1302032 - Sorpeyðingarstöð Suðurnesja - fundagerðir 2013.

442. fundur stjórnar 14.11.2013.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Til máls tók: EJP

11. 1301059 - Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja - fundargerðir 2013.

a) 238. fundur stjórnar 07.11.2013.
b) 239. fundur stjórnar 22.11.2013.

Fundargerðirnar lagðar fram.

Til máls tók: EJP


12. 1302057 - Fjölskyldu- og velferðarnefnd - fundagerðir 2013.

a) 72. fundur 17.10.2013.
b) 73. fundur 21.11.2013.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

Til máls tók: EJP


13. 1303004 - Íþrótta- tómstunda- og æskulýðsnefnd - fundagerðir 2013.

23. fundur 04.11.2013.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: PG, ET, EJP,JH


14. 1302038 - Skólanefnd - fundagerðir 2013.

31. fundur 04.12.2013

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: JH,BK,EJP,GH,MS

15. 1306009 - Skipulags- og byggingarnefnd - fundargerðir 2013

20. fundur 28.11.2013

Davíð Ásgeirsson tekur ekki þátt í afgreiðslu þriðja liðs fundargerðarinnar.
Að öðru leiti er fundargerðin samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: PG,EJP,GH,JH,BK,DÁ

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00
 

Nefnd eða ráð: 
Dagsetning fundar: 
fimmtudagur, 12. desember 2013 - 17:30
Færðu mig upp fyrir alla muni!