2958

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Bæjarstjórn: 119. fundur 2. október 2013

119. fundur bæjarstjórnar
haldinn á bæjarskrifstofu Sunnubraut 4, miðvikudaginn 2. október 2013
og hófst hann kl.17:30

Fundinn sátu:
Einar Jón Pálsson forseti bæjarstjórnar, Brynja Kristjánsdóttir, Einar Tryggvason, Eva Rut Vilhjálmsdóttir, Davíð Ásgeirsson, Jónína Holm, Pálmi S. Guðmundsson og Magnús Stefánsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Halla Þórhallsdóttir, skrifstofustjóri

Dagskrá:
1.
1309002F - Bæjarráð - 196
196. fundur 26.09.2013.
Til máls tóku: PG, MS, EJP
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2.
1302001 - Samband íslenskra Sveitarfélaga - fundargerðir stjórnar 2013.
808. fundur 13.09.2013.
Til máls tóku: JH, EJP, BK
Fundargerðin lögð fram.

3.
1302043 - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - fundagerðir 2013.
663. fundur stjórnar 16.09.2013.
Til máls tóku: EJP, JH, PG
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4.
1301059 - Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja - fundargerðir 2013.
237. fundur 05.09.2013.
Til máls tóku: JH, ET, EJP, PG
Fundargerðin lögð fram.

5.
1302032 - Sorpeyðingarstöð Suðurnesja - fundagerðir 2013.
439. fundur stjórnar 12.09.2013.
Til máls tóku: EJP, BK, PG
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.
1302038 - Skólanefnd - fundagerðir 2013.
29. fundur 16.09.2013.
Varðandi 1.mál fundargerðarinnar lagði forseti fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn samþykkir að skipaður verði stýrihópur sem hefji undirbúning og móti tillögu að skólastefnu fyrir Sveitarfélagið Garð. Stýrihópurinn vinni að skólastefnu í samráði við þá aðila sem nauðsynlegt þykir og skili tillögu að skólastefnu til bæjarstjórnar fyrir miðjan febrúar 2014. Stýrihópurinn verði skipaður þeim sömu aðilum og sitja fundi Skólanefndar. Kjörnum fulltrúum í Skólanefnd, fulltrúum foreldra, kennara og nemenda, skólastjórum Gerðaskóla og Tónlistarskóla og leikskólastjóra Gefnarborgar, ásamt bæjarstjóra. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að kalla eftir tilnefningum í stýrihópinn þar sem það á við og tilkynna fulltrúum í stýrihópnum um skipan hans. Bæjarstjóra er jafnframt falið að boða til fyrsta fundar stýrihópsins. Samið verði við sérstakan verkefnisstjóra til samstarfs við stýrihópinn.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Varðandi 7. mál fundargerðarinnar lagði forseti fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn samþykkir að sveitarfélagið niðurgreiði kostnað vegna hafragrauts fyrir nemendur Gerðaskóla á sama hátt og gert er með hádegismat nemenda. Þetta fyrirkomulag gildi frá og með 1. nóvember 2013.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Varðandi 6. mál fundargerðarinnar, óskar bæjarstjórn Gerðaskóla til hamingju með viðurkenningu frá Heklu, atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja. Viðurkenninguna fékk skólinn vegna þátttöku í verkefni um menningu, sögu og náttúru Suðurnesja. Til máls tóku: EJP, PG, MS, JH, BK, DÁ
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

7.
1306009 - Skipulags- og byggingarnefnd - fundargerðir 2013
19. fundur 24.09.2013.
Til máls tóku: EJP, PG
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 19:45

Nefnd eða ráð: 
Dagsetning fundar: 
miðvikudagur, 2. október 2013 - 17:30
Færðu mig upp fyrir alla muni!