1321

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Bæjarstjórn: 115. fundur 8. maí 2013

115. fundur bæjarstjórnar
haldinn á bæjarskrifstofu Sunnubraut 4, miðvikudaginn 8. maí 2013
og hófst hann kl.17:30

 

Fundinn sátu:
Einar Jón Pálsson forseti bæjarstjórnar, Brynja Kristjánsdóttir, Gísli Heiðarsson, Einar Tryggvason, Davíð Ásgeirsson, Pálmi S. Guðmundsson, Agnes Ásta Woodhead og Magnús Stefánsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Halla Þórhallsdóttir, skrifstofustjóri

 

Dagskrá:
1.
1304003F - Bæjarráð - 186
Fundur 24.04.2013.
Forseti bæjarstjórnar upplýsti varðandi 9. lið fundargerðarinnar að tilboðum í framkvæmdir við íþróttamiðstöð hefur verið hafnað þar sem þau voru mun hærri en kostnaðaráætlun. Í því felst ekki að hætt hafi verið við framkvæmdina. Framvinda málsins er í höndum bæjarstjóra og formanns bæjarráðs, samkvæmt samþykkt bæjarráðs.

 

Til máls tóku EJP, PG, MS, GH

 

Fundargerð bæjarráðs samþykkt samhljóða

 

2.
1304007 - Ársreikningur 2012
Síðari umræða.
Karitas S. Gunnarsdóttir Häsler, aðalbókari mætti á fundinn undir þessum lið.

 

Bókun bæjarstjórnar:
Ársreikningur Sveitarfélagsins Garðs fyrir árið 2012 felur í sér sterka fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins. Handbært fé A- og B- hluta í óbundnum bankainnistæðum nam kr. 655 milljónum og langtímaskuldir voru kr. 291 milljónir. Skuldahlutfall samkvæmt viðmiðum í fjármálareglum sveitarstjórnarlaga var 2,04%, en má vera allt að 150%. Rekstrarafkoma samkvæmt samanteknum ársreikningi A- og B-hluta, fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var jákvæð að fjárhæð kr. 37 milljónir. Rekstrarniðurstaða ársins var hins vegar rekstrarhalli að fjárhæð kr. 50 milljónir. Báðar þessar lykiltölur rekstrarreiknings eru mun hagstæðari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga nam um 32% af heildartekjum A-og B- hluta og er því ljóst að rekstur sveitarfélagsins er mjög háður þeim framlögum, m.a. þar sem íbúum sveitarfélagsins hefur fækkað og skatttekjur eru lágar í samanburði við mörg önnur sveitarfélög. Það er því ljóst að meðan ekki verður aukning á skatttekjum sveitarfélagsins verður Sveitarfélagið Garður að treysta á framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs lýsir ánægju með sterka fjárhaglega stöðu sveitarfélagsins og leggur áherslu á að viðhalda henni til framtíðar. Bæjarstjórn lýsir einnig ánægju með að niðurstöður rekstrarreiknings sýna betri afkomu en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Hins vegar leggur bæjarstjórn áherslu á að sveitarfélagið standist ákvæði í fjármálareglum sveitarstjórnarlaga um jafnvægisreglu varðandi rekstrarniðurstöðu næstu ára.
Bókunin samþykkt samhljóða.

 

Til máls tóku EJP, PG, MS, GH

 

Lagt er til að ársreikningurinn verði samþykktur.
Ársreikningurinn samþykktur samhljóða og áritaður af bæjarstjórn.

 

3.
1302001 - Samband Íslenskra Sveitarfélaga - fundargerðir stjórnar 2013
804. fundur 01.03.2013.
805. fundur 19.04.2013.

 

Til máls tók EJP, PG

 

Fundargerðirnar lagðar fram.

 

4.
1302043 - Samband sveitarfélaga á Suðurnesja - fundagerðir 2013.
656. fundur 18.04.2013.

 

Til máls tóku EJP, AÁW, PG, GH

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

5.
1302032 - Sorpeyðingarstöð Suðurnesja - fundagerðir 2013.
435. fundur stjórnar 19.04.2013.

 

Til máls tóku EJP, PG, BK, GH

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

6.
1301041 - Brunavarnir Suðurnesja - fundargerðir 2013
226. fundur 25.03.2013. 227. fundur 15.04.2013.

 

Bæjarstjórn Garðs tekur undir góðar kveðjur til starfsmanna BS.

 

Til máls tóku EJP, AÁW

 

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

 

7.
1304035 - Brunavarnaáætlun Brunavarna Suðurnesja 2013 - 2017
Brunavarnaáætlunin hefur verið samþykkt af stjórn BS og einnig yfirfarin og samþykkt af Mannvirkjastofnun.

 

Til máls tóku EJP, PG

 

Bæjarstjórn samþykkir brunavarnaáætlunina samhljóða.

 

8.
1302038 - Skólanefnd - fundagerðir 2013.
27. fundur 16.04.2013.

 

Til máls tóku EJP, BK, PG, AÁW, GH

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

9.
1301062 - Markaðs- og atvinnumálanefnd - fundargerðir 2013.
9. fundur 16.04.2013.

 

Lagt til að 2., 4. og 5. máli fundargerðarinnar verði vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
Samþykkt samhljóða.

 

Til máls tóku EJP, PG, DÁ, GH

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

10.
1303004 - Íþrótta- tómstunda- og æskulýðsnefnd - fundagerðir 2013.
20. fundur 23.04.2013.

 

Til máls tóku EJP, AÁW

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:55

Nefnd eða ráð: 
Dagsetning fundar: 
föstudagur, 10. maí 2013 - 8:02
Færðu mig upp fyrir alla muni!