1318

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Bæjarstjórn: 114. fundur 17. apríl 2013

114. fundur bæjarstjórnar
haldinn á bæjarskrifstofu Sunnubraut 4, miðvikudaginn 17. apríl 2013
og hófst hann kl.17:30

 

Fundinn sátu:
Einar Jón Pálsson forseti bæjarstjórnar, Brynja Kristjánsdóttir, Gísli Heiðarsson, Einar Tryggvason, Davíð Ásgeirsson, Jónína Holm, Pálmi S. Guðmundsson og Magnús Stefánsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Halla Þórhallsdóttir skrifstofstjóri

 

Áður en gengið var til dagskrár leitaði forseti eftir samþykki bæjarstjórnar um breytingu á fundaáætlun bæjarstjórnar, þannig að næsti fundur bæjarstjórnar verði 8. maí n.k.
Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:
1.
1304007 - Ársreikningur 2012
Fyrri umræða.
Anna Birgitta Geirfinnsdóttir endurskoðandi hjá Deloitte mætti á fundinn, gerði grein fyrir ársreikningnum og drögum að endurskoðunarskýrslu Deloitte.

 

Bæjarstjóri fór yfir helstu lykiltölur úr ársreikningi 2012.

 

Rekstrartekjur sveitarfélagsins námu 899 milljónum króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A- og B- hluta, en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 818 milljónir króna. Rekstrartekjur A-hluta námu 870 milljónum króna, en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 788 milljónir króna. Rekstrarafkoma bæjarsjóðs í A-hluta, fyrir afskriftir og fjármagnsliði (Framlegð / EBITDA) er jákvæð sem nemur 6,1 milljón króna. Rekstrarafkoma í samanteknum rekstrarreikningi A- og B- hluta, fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð sem nemur 37,2 milljónum króna á árinu en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðri afkomu uppá 28,7 milljónir króna.
Rekstrarniðurstaða ársins, eftir afskriftir og fjármagnsliði, samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A- og B-hluta er rekstrarhalli að fjárhæð 50 milljónir króna, en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir halla að fjárhæð 94,5 milljónum króna. Rekstrarniðurstaða A-hluta var halli að fjárhæð 45,5 milljónir króna, eða 40 milljónum betri en gert var ráð fyrir í áætlun.

 

Veltufé frá rekstri í samanteknum reikningsskilum A- og B hluta er 63 milljónir króna og handbært fé frá rekstri var 30 milljón króna, en í áætlun var gert ráð fyrir að handbært fé frá rekstri væri neikvætt að fjárhæð 18,6
milljónir króna. Heildar eignir bæjarsjóðs í A-hluta námu 2.864 milljónum króna og heildareignir í samanteknum reikningi A- og B-hluta 3.182 milljónum króna. Heildarskuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs í A-hluta námu 408 milljónum króna og í samanteknum reikningi A- og B-hluta 679 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall í samandregnum reikningi A- og B-hluta er 78,66% í árslok 2012, en var 79,25% í árslok 2011.
Eiginfjárhlutfall bæjarsjóðs var í árslok 2012 85,75% en var 86,06% í árlok 2011.

 

Skuldahlutfall A- og B-hluta samkvæmt viðmiðum sveitarstjórnarlaga var 2,04% í árslok 2012, en var 2,45% í árslok 2011. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum má þetta hlutfall ekki vera hærra en 150%. Við útreikning skuldahlutfalls samkvæmt sveitarstjórnalögum hefur verið tekið tillit til lífeyrisskuldbindinga sem koma til greiðslu eftir 15 ár og síðar og einnig er dregið frá hreint veltufé, þ.e.veltufjármunir að frádregnum skammtímaskuldum.

 

Til máls tóku ABG, MS, EJP

 

Forseti lagði til að ársreikningi 2012 verði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 8. maí n.k.
Samþykkt samhljóða.

 

2.
1303001F - Bæjarráð - 183
Fundur 14.03.2013.
Til máls tóku: PG, MS, EJP, JH Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

3.
1303002F - Bæjarráð - 184
Fundur 27.03.2013.
6. liður fundargerðar bæjarráðs, mál nr. 1303018 - Norrænt vinabæjarsamstarf.
Lagt til að eftirtaldir verði fulltrúar Sveitarfélagsins Garðs í þriggja manna undirbúningsnefnd vegna norrænna daga í Garði árið 2014:
Davíð Ásgeirsson og Agnes Ásta Woodhead.
Samþykkt samhljóða.

 

Til máls tóku: EJP,JH

 

Fundargerð bæjarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.
1304001F - Bæjarráð - 185
Fundur 11.04.2013.
2. liður fundargerðar bæjarráðs, mál nr. 1303026 - Alþingiskosningar 2013.
Lagt var til að bæjarstjórn staðfesti niðurstöðu bæjarráðs um kjörskrá.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

 

Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu varðandi kjörskrá til Alþingiskosninga 27. apríl 2013:
“Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að semja kjörskrá. Jafnframt er bæjarráði veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem upp kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 27. apríl nk,. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis”.
Tillagan samþykkt samhljóða.

 

5. liður fundargerðar bæjarráðs,mál nr. 1304012 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2013.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðauka við fjárhagsáætlun 2013, vegna malbiks á göngustíg frá Nýjalandi að Garðskaga annars vegar og hins vegar vegna krana á bryggju.

 

Til máls tóku EJP ,PG, BK, MS, GH

 

Fundargerð bæjarráðs samþykkt samhljóða.

 

5.
1302001 - Samband Íslenskra Sveitarfélaga - fundargerðir stjórnar 2013
804.fundur stjórnar 01.03.2013.
Fundargerðin lögð fram.

 

6.
1302043 - Samband sveitarfélaga á Suðurnesja - fundagerðir 2013.
a) Vetrarfundur 15.02.2013.
Fundargerðin lögð fram.

 

b) 654. fundur stjórnar 21.03.2013.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

c) 655. fundur stjórnar 04.04.2013.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

Til máls tóku EJP, GH, JH, MS

 

7.
1304011 - Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerðir 2013
4. fundur 16.01.2013. 5. fundur 21.02.2013 6. fundur 03.04.2013.
Fundargerðirnar lagðar fram.

 

8.
1302057 - Fjölskyldu- og velferðarnefnd - fundagerðir 2013.
67. fundur 21.03.2013.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

9.
1303031 - Ferða- safna og menningarnefnd - fundargerðir 2013
14. fundur 26.03.2013.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

10.
1304002 - Jafnréttisnefnd - fundargerðir 2013
9. fundur 04.04.2013.

 

Til máls tóku EJP,JH

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15

 

Nefnd eða ráð: 
Dagsetning fundar: 
fimmtudagur, 18. apríl 2013 - 9:00
Færðu mig upp fyrir alla muni!