3890

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Bæjarráð: 1. fundur Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis 27. júní 2018

1. fundur bæjarráðs haldinn í Ráðhúsinu í Sandgerði,
miðvikudaginn 27. júní 2018 , kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Ólafur Þór Ólafsson formaður, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður, Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður og Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Jóna María Viktorsdóttir

1.
Bæjarstjórn og bæjarráð: fundaráætlun 2018-2019 - 1806867
Frá 1. fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 20. júní 2018, 12. mál. Tillaga um fundaráætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs tímabilið júní 2018 til júní 2019 er frestað til næsta fundar bæjarstjórnar. Næsti fundur bæjarráðs er þó ákveðinn miðvikudaginn 27. júní kl. 16:00 og fer hann fram í Vörðunni í Sandgerði. Ákvörðun um tímasetningu á fundum bæjarráðs: Til afgreiðslu.

Afgreiðsla: Bæjarráð ákveður að fundir bæjarráðs verði haldnir kl. 11.00 í júlí og ágúst en ákvörðun um frekari tímasetningar verður tekin á bæjarráðsfundi í ágúst.

2.
Bæjarstjórn: siðareglur - 1806795
Frá 1. fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 20. júní 2018, 7. mál. Bæjarstjórn felur bæjarráði samhljóða að vinna drög að siðareglum bæjarstjórnar sem verði lögð fyrir bæjarstjórn til umræðu og samþykktar. Til afgreiðslu.

Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkir að hefja vinnu við að samræma þær siðareglur sem voru í gildi í Sandgerði og Garði. Það sé fyrsta skrefið í vinnu við nýjar siðareglur og verði notað sem grunnplagg í sameiginlegri vinnu allra bæjarfulltrúa við gerð siðareglna. Málið verður tekið aftur upp í bæjarráði þegar það skjal er tilbúið.

3.
Innkaupareglur - 1806800
Frá 1. fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 20. júní 2018, 8. mál. Bæjarstjórn felur bæjarráði samhljóða að vinna tillögu að innkaupareglum fyrir Sameiginlegt sveitarfélag Sandgerðis og Garðs sem verður lögð fyrir fund bæjarstjórnar í september 2018. Til afgreiðslu.

Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkir að hefja vinnu við að samræma þær innkaupareglur sem voru í gildi í Sandgerði og Garði og vinna tillögu að nýjum innkaupareglum út frá því skjali. Það skjal verði lagt fyrir bæjarráð til áframhaldandi vinnu ekki síðar en á fyrri fundi þess í ágúst.

4. Gjaldskrár: sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs - 1806803
Frá 1. fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 20. júní 2018, 9. mál.
Bæjarstjórn felur bæjarráði samhljóða að vinna tillögu að gjaldskrám fyrir
Sameiginlegt sveitarfélag Sandgerðis og Garðs sem verður lögð fyrir fund
bæjarstjórnar í september 2018.
Til afgreiðslu.

Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir að láta vinna tillögu að samræmdri gjaldskrá fyrir sveitarfélagið
út frá gildandi gjaldskrám í Sandgerði og Garði og leggja fyrir bæjarráð ekki síðar en á
fyrri fundi þess í ágúst og muni hún gilda út árið 2018. Gildandi ákvarðanir um
skatttekjur verða þó ekki endurskoðaðar fyrir árið 2018.

5.
Nefndir og ráð:kjörnir fulltrúar: þóknun kjörinna fulltrúa og nefndarlaun -
1806809
Frá 1. fundi bæjarstórnar Sameiginlegs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs, 11. mál.
Lögð fram tillaga D- og J-lista um að bæjarstjórn feli bæjarráði að vinna tillögu að
þóknun kjörinna fulltrúa og að nefndalaunum hjá Sameiginlegu sveitarfélagi
Sandgerðis og Garðs sem verði lögð fyrir fund bæjarstjórnar í ágúst 2018.

Afgreiðsla:
Málið enn í vinnslu. Afgreiðslu frestað til næsta fundar bæjarráðs.

6. Persónuvernd - 1806754
Erindi frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 05.06.2018: til afgreiðslu.

Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindi SSS um sameiginlegan
persónuverndarfulltrúa verði samþykkt.

7. Hafnasamband Íslands: hafnasambandsþing - 18061385
Erindi Sambands íslenskra Sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um að
Hafnasambandsþing hafnasambands Íslands fari fram 25.-26. október 2018.
til kynningar.

Afgreiðsla:
Vísað til Hafnarráðs.
Lagt fram til kynningar.

9. Lýðheilsu- og forvarnastefna - 1806399
Tillaga frístunda- og forvarnarfulltrúa Sandgerðisbæjar og frístunda- menningar- og
lýðheilsufulltrúa Garðs frá 17. apríl 2018 um framkvæmdaáætlun um gerð lýðheilsuog
forvarnarstefnu sveitarfélags.
Til afgreiðslu.

Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir að vinna samkvæmt tímaáætlun sem kemur fram í tillögu um
gerð lýðheilsu- og forvarnarstefnu.

10. Sandgerðishöfn: dýpkun innsiglingar - 1806558
Sandgerði - innsiglingarrenna. Minnisblað frá vegagerðinni dags. febrúar 2018.
Til afgreiðslu.

Afgreiðsla:
Vísað til hafnarráðs til umsagnar. Afgreiðslu frestað.
11. Fjölmenningarstefna Sandgerðisbæjar - 1806398
Frá 693. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar 24. apríl 2018.
Til afgreiðslu.

Afgreiðsla:
Afgreiðslu frestað.

12. Sandgerðisdagar 2018 - 1806422
Frá 694. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 8.maí 2018, 10. mál.
Daði Bergþórsson leggur til að tillögu um litaskiptingu á Sandgerðisdögum verði
vísað til nýrrar bæjarstjórnar með hugmynd um að tillagan verði afgreidd í
íbúakosningu.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu Daða Bergþórssonar með atkvæðum Daða
Bergþórssonar, Guðmundar Skúlasonar, Fríðu Stefánsdóttur og Ólafs Þórs
ólafssonar. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni og
Sigursveinn B. Jónsson og Magnús S. Magnússon sitja hjá.
Bæjarstjórn vísar samningi við Guðnýju K. Snæbjörnsdóttur um verkefnastjórn fyrir
Sandgerðisdaga 2018 til kynningar í bæjarráði.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
Niðurstöðu bæjarstjórnar er vísað til fullnaðarafgreiðslu í nýju byggðarráði nýs
sveitarfélags.
Litir: til afgreiðslu.

Afgreiðsla:
Í ljósi þess skamma tíma sem er fram að Sandgerðisdögum telur bæjarráð rétt að
litaval á hátíðinni verði gefið frjálst í samræmi við upphaflega tillögu Atvinnu-, ferða
og menningarráðs Sandgerðibæjar.
Vísað til kynningar í Ferða-, safna- og menningarráði.

13. Sandgerðisbær: skóladagatöl 2018-2019 - 1806404
Fyrir fundinum liggur dagatal leikskólans Sólborgar 2018-2019.
Lokun leikskóla milli jóla og áramóta: Til afgreiðslu.

Afgreiðsla:
Vísað til Fræðsluráðs til umsagnar. Afgreiðslu frestað.

14. Kennarafélag Reykjaness: ályktun stjórnar - 18061407
Fyrir fundinum liggur ályktun stjórnar Kennarafélags Reykjaness dags. 08.05.2018.
til kynningar.

Afgreiðsla:
Vísað til fræðsluráðs til kynningar.

15. Gerðaskóli: ósk um aukningu á stöðugildum - 1806155
Erindi Jóhanns Geirdal skólastjóra og Evu Bjarkar Sveinsdóttur aðstoðarskólastjóra
dags. 31.05.2018.
Til afgreiðslu.

Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og felur fjármálastjóra
og starfandi bæjarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun vegna þess fyrir
bæjarstjórn.
Málinu vísað til kynningar í Fræðsluráði.

16. Knattspyrnufélagið Víðir: ósk um styrk - 18061393
Erindi Aðalstjórnar Knattspyrnufélagsins Víðis dags. 19.06.2018.
Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.500.000,- til kaupa á sláttuvél til grashirðingar á
æfingasvæði félagsins.
Til afgreiðslu.

Afgreiðsla:
Afgreiðslu frestað þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.
17. Bláa Lónið: tilkynning um arðgreiðslu - 1806027
Erindi Bláa Lónsins dags. 20. júní 2018 þar sem tilkynnt er um arðgreiðslur til
hluthafa.
Um er að ræða kr. 1.150.521,- til Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis.
til kynningar.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið kl. 18:30.

Nefnd eða ráð: 
Dagsetning fundar: 
miðvikudagur, 27. júní 2018 - 16:00
Færðu mig upp fyrir alla muni!