Almannavarnanefnd Suðurnesja
Lög um Almannavarnir nr. 82/2008, taka til samhæfðra almannavarnaviðbragða til þess að takast á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum.
Markmið almannavarna er að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka, eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni, eða umhverfi og eignir verði fyrir tjóni, af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum og veita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns sem hugsanlega kann að verða eða hefur orðið.
Ríkið fer með almannavarnir í landinu öllu, hvort heldur sem er á landi, í lofti eða á sjó. Sveitarfélög fara með almannavarnir í héraði, í samvinnu við ríkisvaldið, svo sem nánar er kveðið á um í lögunum.
Samkvæmt ákvæðum laganna starfar Almannavarnanefnd Suðurnesja (utan Grindavíkur), skipuð lögreglustjóra og fulltrúum sveitarfélaganna Garðs, Voga, Sandgerðisbæjar og Reykjanesbæjar, ásamt þeim fulltrúum sveitarfélaganna sem í starfi sínu sinna verkefnum í þágu öryggis hins almenna borgara.
Formaður Almannavarnanefndar Suðurnesja (utan Grindavíkur) er bæjarstjórinn í Reykjanesbæ. Almannavarnanefnd starfar með Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og embætti Ríkislögreglustjóra, eins og lög um almannavarnir kveða á um.
Aðalmaður:
Magnús Stefánsson.
Til vara:
Einar Jón Pálsson.