513

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Vitarnir á Garðskaga

Mannvirkin sem setja svip sinn á Garðskaga eru vitarnir. Gamli vitinn á Garðskaga var fyrst reistur á Garðskagatá 1897 en áður hafði verið þar leiðarmerki með ljóskeri. Gamli vitinn á sér mjög merka sögu, en hlutverki hans lauk er nýr viti var reistur á Garðskaga árið 1944. Í dag er gamli vitinn eitt vinælasta efni ljósmyndara á Suðurnesjum. Fjölmargir ferðamenn og heimamenn fara út að gamla vitanum á Garðskaga til að njóta útsýnisins og sækja þangað orku.

Á því herrans ári 1944 var svo byggður nýr viti og var hann vígður við hátíðlega athöfn það sama ár. Aðalástæðan fyrir byggingu nýja vitans var sú að sjór hafði gengið mjög á land og brotið það þar sem gamli vitinn stendur. Sökum þess var erfitt og hættulegt að annast vörslu hans í stórviðri og brimi.

Nýji vitinn er hæðsti viti landsins eða 28. 5. metrar á hæð.

Viltu vita meira um vitana? smelltu hér

 

 

 

Garðskagaviti, Garðskagi, náttúra í Garði,
Brimið á Garðskaga
Færðu mig upp fyrir alla muni!