3327

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Ungmennaráð

Í 11. gr. æskulýðslaga frá 2007 segir að sveitarstjórnir skuli hlutast til um að stofnuð séu ungmennaráð. Hlutverk ungmennaráða er m.a. að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. Sveitarstjórnir setja nánari reglur um hlutverk og val í ungmennaráð.

Ungmennaráð í Garði tók til starfa haustið 2013 og starfar eftir erindisbréfi um ungmennaráð.

Í erindisbréfinu kemur fram að helsti tilgangur og markmið þess að halda úti ungmennaráði í Garði, sé annars vegar að ráðið sé æskulýðsnefnd og bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni sem varða ungt fólk í bæjarfélaginu, um starfsemi stofnana sem ungt fólk sækir, í forvarnarmálum barna og ungmenna, fjölbreytni íþrótta- og listastarfs í bæjarfélaginu og öðru því sem að ungu fólki lítur.
Hins vegar að þjálfa ungmenni yngri en 18 ára í lýðsræðislegum vinnubrögðum og skapa þeim vettvang til að koma sínum hugmyndum, skoðunum og áherslum á framfæri í stjórnsýslukerfi Garðs, með von um að þannig hafi þau áhrif á nærumhverfi sitt og aðstæður ungmenna í bæjarfélaginu.

Þá getur Ungmennaráð Garðs gert tillögu að þátttöku unglinga í viðburðum á vegum sveitarfélagsins.

Fyrsti fundur ráðsins fór fram þriðjudaginn 17. desember 2013 og hefur ráðið fundað reglulega síðan. Umsjónar- og starfsmaður ráðsins er starfandi íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Veturinn 2014 - 2015 er ráðið skipað eftirtöldum tíu ungmennum.
María Guðmundsdóttir formaður, Guðmundur Pétur Guðmundsson, Guðrún Sveinsdóttir, Halldór Gísli Ólafsson, Helgi Þór Hafsteinsson, Lára Hanna Halldórsdóttir formaður nemendráðs Gerðaskóla og Eldingar, Helgi Líndal Elíasson varaformaður nemendaráðs Gerðaskóla og Eldingar, Viktoría Sól Sævarsdóttir, Óskar Nikulás Sveinbjarnarson og Ronnel Haukur Viray.

Ungmennaráð, Garður
Ungmennaráð, bæjarstjórnarfundur.
Ungmennaráð, bæjarstjórnarfundur.
Færðu mig upp fyrir alla muni!