71

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Umhverfismál

Unnið hefur verið að umhverfismálum í Garði á undanförnum árum og áætlað er að mörkuð verði skýr umhverfisstefna þannig að mögulegt verði að vinna að markmiðum Staðardagskrár 21.

Samstarf við leik- og grunnskóla varðandi umhverfismál verði aukið og skapaðir nýir möguleikar á því sviði. Lagður verði grundvöllur fyrir fræðslu og öflugu starfi á sviði umhverfismála sem stuðlar að bættri umhverfisvitund ungu kynslóðarinnar.

Vorið 2007 var Gerðaskóla og Gefnarborg afhentur skrúðgarðurinn Bræðrarborg til útikennslu og útivistar. Með verkefnavinnu og almennri umhirðu á svæðinu fá börnin tækifæri til að upplifa náttúruna í sínu nánasta umhverfi og jafnvel öðlast ábyrgðartilfinningu gagnvart því. Sett hefur verið á laggirnar nefnd sem vinnur að skipulagningu verkefna og nýtingu á garðinum en í nefndinni sitja fulltrúar skólanna og formaður umhverfisnefndar.

Gerðaskóli og Leikskólinn Gefnarborg flagga Grænfánanum.

 


 

 

Umhverfismál, Æðakolla, fuglalífið í Garði,
Garðskagaviti, Garðskagi, náttúra í Garði, sjósund
Færðu mig upp fyrir alla muni!