67

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Staðardagskrá 21

HVAÐ ER STAÐARDAGSKRÁ 21
Staðardagskrá 21 er sérstök heildaráætlun bæja- og sveitarfélaga um hvernig þau eigi að þróast með sjálfbærum hætti.
Áætlunin tekur ekki einungis til umhverfismála heldur nær hún til vistfræðilegra, efnahagslegra og félagslegra þátta. Hér er því um að ræða langtímaáætlun um þróun samfélagsins fram á næstu öld.
Hún snýst um hagkvæmar og áþreifanlegar aðgerðir, um lífstíl og hegðun, um neyslu og daglegt líf fólks.
Áætlunin á að hafa það að markmiði að koma á sjálfbærri þróun í hverju samfélagi og skila því aftur í jafn góðu ástandi til þeirra sem við því taka.
Í staðardagskrá 21 eru sett fram skýr markmið og leiðir að sjálfbærri þróun, þ.e.a.s. aðgerðir til að stuðla að og viðhalda umhverfis-gæðum.

Valdir hafa verið 12 málaflokkar sem vinna á eftir við gerð áætlunar í anda Staðardagskrá 21. Flokkarnir eru eftirtaldir:

 1. Samgöngur (göngu- og hjólastígar, vegir til nágrannasveitarfélaga, alm. Samgöngur)
 2. Atvinnulíf (uppbygging nýrra og gamalla fyrirtækja, atvinnutækifæri, nýsköpun, frumkvöðlar, þjónusta og fl.)
 3. Ferðaþjónusta (menningar- og náttúrutengd ferðaþjónusta, afþreying, tjaldsvæði, gisting, þjónusta o.fl.)
 4. Umhverfisásýnd (ásýnd bæjarins, opinberra bygginga, opinna svæða, iðnaðarsvæðis, garða, húsa og lóða í einkaeigu o.s.frv.)
 5. Tómstundir- og æskulýðsmál (félagasamtök, forvarnir, félagsstarf fyrir unga sem aldna o.fl.)
 6. Uppgræðsla og ræktun (t.d. heiðin, gryfjur og opin svæði, gróðursetning á útivistarsvæðum, ræktun í einkagörðum, opnum svæðum, Skrúðgarði við Bræðraborg o.fl.)
 7. Útivist (möguleikar, svæði, afþreying, aðgengi o.fl.)
 8. Skipulagsmál (skipulag byggðar, atvinnusvæðis, opinna svæða, útivistarsvæða)
 9. Umhverfi og ásýnd fyrirtækja (umgengni, frágangur, umhverfisstefna fyrirtækja)
 10. Hafið og fjaran (mengun, ásýnd, nýting, fræðsla um mikilvægi hafs og fjöru)
 11. Endurvinnsla (úrgangur frá heimilum, stofnunum og fyrirtækjum)
 12. Fráveitumál (staða mála og leiðir til úrbóta)

 

Færðu mig upp fyrir alla muni!