58

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Skipulagsmál

Skipulagsmál heyra undir skipulags- og byggingarfulltrúa. Skipulags- og byggingarnefnd fer með skipulagsmál í umboði bæjarstjórnar samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010 og Skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Nefndin mótar stefnu í skipulags- og byggingarmálum og gerir tillögur til bæjarstjórnar í þeim málum.

2017- Vinnslutillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013-2030

Gögn vinnslutillögunnar:

Aðalskipulag
Aðalskipulag er stefnuyfirlýsing bæjarstjórnar um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar innan bæjarfélagsins.

Aðalskipulag í gildi:

Aðalskipulag 2013 - 2030:

Deiliskipulag
Deiliskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkaða reiti sem byggð er á aðalskipulagi og kveður nánar á um útfærslu þess.
Í deiliskipulag er gerð nánari grein fyrir m.a. notkun lands, lóðar, íbúðar-, atvinnu- og þjónustuhúsnæðis, stofnana, leiksvæða og útivistarsvæði.

Tillaga að deiliskipulagi íbúðasvæðis ofan Skagabrautar og uppfærsla á deiliskipulagi við Útgarð (Búmannasvæði).
Deiliskipulag þetta hefur femgið meðferð í samræmi við ákvæði 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar og þegar hún liggur fyrir mun verða hægt að hefja lóðarúthlutun.  Um er að ræða lóðir fyrir alls 62 nýjar íbúðir í 44 húsum.  Sjá svæði auðkennt ÍB10, ÍB6, ÍB8 og ÍB11 í Aðalskipulagi Garðs 2013-2030.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðasvæðis ofan Garðvangs – Teiga- og Klapparhverfi
Deiliskipulag þetta hefur femgið meðferð í samræmi við ákvæði 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar og þegar hún liggur fyrir mun verða hægt að hefja lóðarúthlutun.  Um er að ræða lóðir fyrir alls 101 nýjar íbúðir í 45 húsum.  Sjá svæði auðkennt ÍB9 í Aðalskipulagi Garðs 2013-2030.

Í skipulagsvefsjá á vef Skipulagsstofnunar má nálgast upplýsingar um gildandi skipulagsáætlanir.

Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024.

Húsnæðisáætlun Garðs 2017-20125


Framkvæmdaleyfi


Skipulag byggðar og mótun umhverfis: Hvernig getur þú haft áhrif?
Leiðbeiningar um hlutverk almennings í mótun umhverfis.

Nánari upplýsingar er að fá hjá Skipulags- og byggingafulltrúa í síma 422 0200 eða á netfangið: jonben@svgardur.is

 

Færðu mig upp fyrir alla muni!