21

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Samkomuhúsið

Samkomuhúsið Gerðavegi 8. í Garði.

Rekstraraðili Samkomuhússins er Sveitarfélagið Garður. Hægt er að hafa samband við bæjarskrifstofu Garðs í síma: 422-0200 vegna útleigu og frekari upplýsinga.

Í Samkomuhúsinu eru tveir salir sem leigðir eru út, annar salurinn er fyrir 30-40 manns en hinn fyrir 100-130 manns, á staðnum er eldhús með öllum áhöldum og eldunaraðstöðu, öll aðstaða er klár. Svið er í stærri salnum með ágætis hljóðkerfi.

Gjaldskrá fyrir Samkomuhúsið.

Ráðist var í endurbætur á samkomuhúsinu árið 2009. Skipt var um þak á húsinu og klæðning utanhúss endurnýjuð. Samkomuhúsið í Garði á sér langa menningarsögu í Garði. Stúkan framför var stofnuð 1889 og reistu félagar hennar samkomuhúsið í Garði árið 1910. Mikil aðsókn er að húsinu. Þar eru reglulega haldnir tónleikar og veislur. Hljómsveitin Hjaltalín tók þar upp hljómplötu árið 2011 og var þar við æfingar.

Listahátíðin Ferskir vindar í Garði hafa haft Samkomuhúsið til afnota þau þrjú skipti sem hátíðin hefur verið haldin. þar vinna listamenn að list sinni og hafa þar afdrep. Húsið kalla þeir Casablanca. Sagan á bak við Casablanca er sú að Mireya Samper stjórnandi hátíðarinnar stakk uppá því að fundið yrði nafn á húsið, sem einfaldara væri fyrir erlenda listamenn að bera fram. Listamaðurinn Piotr stakk upp á nafninu Casablanca og festist það strax á húsinu.

 

 

Mynd af Samkomuhúsinu í Garði.
Samkomuhúsið í Garði, sveitarfélagið Garður, Casablanca
Mynd tekinn inni í Samkomhúsinu í Garði.
Samkomuhúsið í Garði, sveitarfélagið Garður, Casablanca
Færðu mig upp fyrir alla muni!