2542

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Sólsetrið

Æskuminningar Garðbúa eru margar baðaðar fallegum sólskinsdögum, stafalogni, léttum svala og sólsetri sem leikur undurfagra litahljómkviðu og lýsir upp himininn. Óvenju stórt tunglið lýsir síðan upp miðnættið og nóttina. 

Sólsetrið á Garðskaga laðar að sér heimamenn jafnt sem ferðamenn til að njóta stundar í næði eða með fjölskyldu og vinum. Sólsetrið, gamli vitinn, Snæfellsjökull, fjaran, sjórinn og fjallahringurinn hafa átt samleið lengi og verið innblástur margra listamanna og er Garðskaginn eitt vinsælasta myndefni ljósmyndara á Suðurnesjum.

Brot úr kvæði eftir Ólaf Sigurðsson

Skreppum út á Skagatá.
Skyggnumst yfir flóann blíðan.
Hvar er fegri sjón að sjá,
sjáið fjallahringinn víðan.
Snæfellsjökull, Baula, Esja,
inn til Hengils fram til nesja.

Hvar sérðu fegra sólarlag,
sólkrýndan Snæfellsjökul,
er röðull fagurt rósalag
rauðan yfir breiðir hökul.
Hér er líf og hér er glaumur
hér er náttúrunnar ástardraumur. 

Ó. Sig.
 

sólsetur í Garði, strákur að kasta steini í sjóinn
sólsetur í Garði, Garðsjór, Garðskagi, sólsetur
sólsetur í Garði, Garðsjór, Garðskagi, sólsetur
Færðu mig upp fyrir alla muni!