2525

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Reglur um liðveislu fyrir fatlaða

1.gr. Félagsmálanefnd Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga fer með yfirstjórn í málefnum fatlaðra fyrir ofangreind sveitarfélög. Félagsmálastjóri Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga sér að öðru leiti um daglegan rekstur þjónustunnar.

2.gr. Markmiðið með reglum þessum er að efla þjónustuþega til sjálfshjálpar, allt eftir getu hvers og eins. Með liðveislu er leitast við að veita persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun eins og t.d. með aðstoð til að njóta menningar og félagslífs og auka félagslega færni hjá þjónustuþega.

3.gr.

  • Forsendur úthlutunar liðveislu skv. reglum þessum eru eftirfarandi:
  • þjónustuþegi skal eiga lögheimili í Sandgerði, Garði eða Vogum
  • þjónustuþegi skal vera metinn til varanlegrar örorku af hálfu Tryggingastofnunar ríkisins eða
  • fá greiddar umönnunarbætur af Tryggingastofnun ríkisins.

4.gr. Umsækjendur skulu fylla út skriflega umsókn á þar til gerðu eyðublaði. Þjónustuþörf skal metin í hverju einstöku tilviki af Félagsmálastjóra. Við mat á þjónustuþörf einstaklingsins er metin félagsleg staða viðkomandi og þörf hans fyrir liðveislu eða akstur, eðli fötlunar og færni viðkomandi. Nauðsynlegt er að sérfræðimat á þörf umsækjenda liggi fyrir.

5.gr. Liðveisla skal að hámarki vera 20 stundir á mánuði og er þá um að ræða verulega fötlun þjónustuþega. Minni fötlun skal að hámarki vera 12 stundir á mánuði. Samþykktin skal vera tímabundin og metin á ný út frá þjónustuþörf einstaklingsins hverju sinni. Til þess að eiga rétt á liðveislu skal þjónustuþegi búa utan stofnana og sambýla og vera 6 ára og eldri

6.gr. Félagsmálanefndin tekur ákvörðun um, hvort skilyrði séu fyrir hendi til að veita liðveislu hverju sinni. Hægt er að áfrýja ákvörðun ráðsins til úrskurðanefndar félagsþjónustu í Félagsmálaráðuneytinu innan 4 vikna frá dagsetningu á skriflegu svari til umsækjenda. Áfrýjunin skal send til félagsmálanefndar viðkomandi sveitarfélags, sem kemur áfrýjuninni til úrskurðarnefndarinnar.

7.gr. Sandgerðisbær, Garður eða Vogar greiðir laun liðveitanda, eftir því sem við á og gilda þar samningar á milli sveitarfélaganna og viðkomandi stéttarfélags. Starfsmönnum er óheimil fjárhagsleg umsýsla fyrir þjónustuþega. Auk þess sem þeim er óheimilit að taka við gjöfum, greiðslum eða öðru þess háttar frá þjónustuþega. Vinnuskýrslur liðveitanda skulu staðfestar af þjónustuþega og sendar inn fyrir 20. hvers mánaðar vegna launaútreikninga.

8.gr. Bæði útgjöld og akstur vegna liðveislu skal vera fyrirfram ákveðin upphæð eða kílómetrafjöldi. Útgjöld skulu þó aldrei verða meira en 3500 kr. á mánuði, miðað við hámarks liðveislu. Og hámarks kílómetrafjöldi skal aldrei verða meiri en 180 km á mánuði, miðað við hámarks liðveislu. Akstur er greiddur samkvæmt kílómetragjaldi uppgefnu af skattstjóra hverju sinni.

9.gr. Liðveitendur eru bundnir þagnarskyldu um það sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu um einkamál þjónustuþega og fjölskyldu þeirra. Þagnarskylda helst þó látið sé af starfi.

10.gr. Félagsmálastjóri sér um ráðningu starfsfólks og sér um faglega handleiðslu þess á starfstíma.

11.gr. Félagsmálastjóri útbýr í umboði Félagsmálanefndar reglur, leiðbeiningar og þjónustusamninga fyrir liðveitendur, þar sem nánar eru tiltekin verkefni liðveitenda, skyldur þeirra og réttindi. Kynna skal þessar leiðbeiningar fyrir starfsfólki og þjónustuþegum.

12.gr. Sú liðveisla sem fjallað er um í reglum þessum, er í samræmi við kafla XI í lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga og skv. lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaðra.

Samþykkt með breytingum félagsmálaráðs Sandgerðisbæjar 13. desember 2006.

Endurskoðað með tilliti til sameiginlegrar félagsmálanefndar Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga júní 2007.

Nánari upplýsingar um þjónustu við fatlað fólk veita starfsmenn félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Voga í síma 420-7555.


 

Færðu mig upp fyrir alla muni!