2506

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Um Garðinn

Garður nær frá Rafnkelsstaðabergi að innanverðu og út á Skagatá þar sem gamli vitinn stendur. Í daglegu tali er honum skipt í Inn- og Út-Garð og á milli þeirra er Gerðahverfið. Áður fyrr tilheyrði Garður Rosmhvalaneshreppi sem náði yfir allan ytri hluta Reykjanesskaga en 15. júní árið 1908 var Gerðahreppur stofnaður og Garðbúar fögnuðu því 100 ára afmæli byggðarlagsins 15. júní árið 2008.

Elstu heimildir um Garðinn er að finna í Landnámu þar sem sagt er frá því að Ingólfur Arnarson hafi viljað gefa Steinunni frænku sinni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun. Steinunn vildi ekki þiggja gjöfina og bauð Ingólfi því kápu eða heklu flekkótta í skiptum fyrir landið. Í Landnámu er einnig sagt frá því að Steinunn gamla hafi lofað Gufa Ketilssyni að ávallt skyldi vera vermannstöð frá Hólmi. Frásögn þessi er elsta heimild um útræði frá Suðurnesjum og mun það hafa verið frá Hólmi í Leiru, landi Garðs.

Garðurinn dregur nafn sitt af Skagagarðinum sem lá frá túngarðinum á Útskálum að Kirkjubóli í Sandgerði. Talið er að bændur hafi hlaðið garðinn til þess að verja akra sína fyrir ágangi sauðfjár en kornyrkja var algeng á Reykjanesi á landnámsöld. Enn má greina hluta af Skagagarðinum til móts við Útskálakirkju.

Mikil uppbygging á sér stað í Garði en íbúafjöldi er um 1500 manns. Garðurinn er frábær staður til að njóta útivistar hvort sem um er að ræða gönguferðir, berjatýnslu í móunum, gólf, sund eða nestisferð í skrúðgarðinn. Skrúðgarðurinn Bræðraborg við Garðbraut er fallegur og litríkur og sannkallaður ævintýrastaður fyrir börn þar sem felustaðir og fjársjóðir leynast í hverju horni. Garðskagi er sannkölluð náttúruperla en þar er góð aðstaða fyrir tjaldbúa, tjaldvagna og húsbíla. Útsýnið frá Garðskaga er einstakt og fuglalífið sérstaklega fjölbreytt.

Skólastarf er öflugt í Garði en grunnskólinn Gerðaskóli var settur í fyrsta sinn þann 7. október 1872 og er hann þriðji elsti skólinn á landinu sem starfað hefur óslitið frá stofnun. Leikskólinn Gefnaborg var stofnaður af Kvenfélaginu Gefn og tók til starfa 10. júní 1971. Unnið er að umhverfismálum í skólunum af miklum krafti og flögguðu Gerðaskóli og Gefnarborg Grænfánanum vorið 2008 á hundrað ára afmæli sveitarfélagsins og aftur árið 2012.

Í Tónlistarskólanum er unnið fjölbreytt starf og boðið upp á kennslu á hin ýmsu hljóðfæri. Í Garði er einnig mjög gott tómstundarstarf fyrir unga sem aldna en í Auðarstofu er aðstaða fyrir tómstundir eldri borgara og félagsmiðtöðin Eldingin er til húsa í Sæborgu.

Nokkur félagasamtök starfa í byggðinni s.s. Kvenfélagið Gefn, Kiwanisklúbburinn Hof, Lionsklúbburinn Garður, Söngsveitin Víkingarnir og Björgunarsveitin Ægir svo eitthvað sé nefnt.

 

Garðskagaviti, Garðskagi, náttúra í Garði, Sólsetur,
Garður 100 ára, sveitarfélagið Garður,
Sólseturshátíð, áhorfendur, Hátíð Garðmanna, Garðskagaviti
Norðurljós, Hólmsvöllur, Norðurljósamynd, Kjartan Guðmundur Júlíusson
Færðu mig upp fyrir alla muni!