29

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Kiwanisklúbburinn Hof

Velkominn í Kiwanisklúbbinn Hof í Garði

Fundir eru tvisvar í mánuði, annan hvern fimmtudag kl. 20:00 í Kiwanishúsinu yfir vetrarmánuðina en hlé er gert í júní, júlí og ágúst. Nýir félagar eru ávallt velkomnir og er boðið uppá aðlögun í nokkra mánuði áður en ákvörðun er tekin um inngöngu.

Kiwanisklúbburinn Hof var stofnaður hér í Garði 26. júní 1972 og hefur því starfað samfellt í 41 ár. Klúbburinn dregur nafn sitt af hofi sem talið er að hafi staðið í útgarði hér fyrr á öldum, það var Una Guðmundsdóttir sem gaf klúbbnum þetta nafn. Stofnfélagar voru 24 en þegar flest var í klúbbnum voru 30 félagar, nú eru 11 félagar skráðir í klúbbinn, þar af eru 2 stofnfélagar.

Árið 1999 festi klúbburinn kaup á húsnæði fyrir starfsemi sína að Heiðartúni 4, þar fór einnig fram skátastarf barna hér í Garðinum. Aðal tilgangur Kiwanis er líknarstörf ásamt því að efla og þroska félagsleg og mannleg gildi félaga og annarra. Klúbburinn hefur staðið að fjölda styrktarverkefna í gegnum árin, má þar nefna fyrstu læknastofu í Garðinum sem félagar innréttuðu og gáfu tæki í, ýmsan búnað á Garðvang, í Gerðaskóla, til Björgunarsveitarinnar, endurskinsmerki og flögg á hjól yngri barna, og svo styrki til einstaklinga vegna slysa eða sjúkdóma.

Aðal fjáröflun Hofs er flugeldasala.

Þeir sem vilja kynna sér starfsemina nánar geta haft samband við eftirtalda aðila, sem með ánægju munu upplýsa ykkur um starfsemi klúbbsins og Kiwanishreifingarinnar sem starfar um allan heim.

Jón Hjálmarsson
sími 894 6535

Ingimundur Þ. Guðnason
sími 422 7282

Guðmundur Th. Ólafsson
sími 896 4324  

Gísli L. Kjartansson
sími 8944022

Magnús Eyjólfsson
sími 7796263

Færðu mig upp fyrir alla muni!