2571

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Garðskagi

Paradís fuglaskoðunarmanna

Sagt er að Garðskagi sé paradís fuglaskoðunarmanna. Þar er mikið um farfugla, vor og haust. Þeir sem ekki þekkja fuglana geta kynnt sér þá á veglegum skiltum sem hafa verið sett upp á Garðskaga við bílastæðin og hér á síðunni. Nærri 200 tegundir fugla hafa sést í Garði, eins og sjá má í pistli Jóhanns Óla Hilmarssonar hér á heimasíðu Garðs.

Í vetrabriminu 

Útsýni frá Garðskaga er mjög fagurt og sérstaklega í miðnætursólinni, þar sem Snæfellsjökull gnæfir yfir flóann. Við utanverðan Garðskaga er ströndin hvít af skeljasandi. Skolast bæði þar og annarsstaðar syðra mikið af öðu og öðrum skeljum upp í vetrarbrimunum og smámylst þetta, uns það verður að fínum sandi. 

Fjallahringur

Byggðasafnið á Garðskaga er staðsett á Garðskaga og er alhliða byggða- og sjóminjasafn. Þar er einnig  veitingahúsið Röstin. Á útsýnissvölum veitingarstaðarins er öflugur sjónauki, þar sem hægt er að fylgjast með fuglalífinu, sjá hvali stökkva og hinn mikla fjallahring umhverfis Faxaflóann. 

Vitarnir eru eitt af helstu kennimerkjum Garðs í dag. Eins og sjá má á bæjarmerki Garðs. Vitinn er opinn almenningi og er útsýnið frá vitanum stórfenglegt. 

 

Nýji vitinn á Garðskaga, fólk í vitanum, Mannlífið í Garði
Hjólað útá Garðskaga, Skagabraut, mannlífið í Garði
Ljósið í Garðskagavita, Garðskagi, fuglalíf, sólsetur,
Brimið á Garðskaga
Garðskagaviti, Garðskagi, náttúra í Garði,
Færðu mig upp fyrir alla muni!