3268

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Breytingar á strætó.

31. desember

Sunnudaginn 4. janúar 2015 verða þær breytingar á almenningssamgöngum að Strætó BS tekur yfir stjórnun og skipulag á akstrinum Reykjanesbær – Garður – Sandgerði, samkvæmt samningi við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.  SBK mun annast aksturinn sem undirverktaki, en lítil breyting verður á fjölda ferða þó tímasetningar breytist lítillega.  Íbúar hafa fengið sendan upplýsingabækling frá Strætó og eru hvattir til að kynna sér hann vel.

Stoppistöðvum fækkar.
Aðeins verður stoppað við Nýjaland og við pósthús í öllum ferðum strætó í gegnum Garðinn.

Gjaldtaka.
Gjaldtaka verður tekin upp, en frítt hefur verið í strætó síðustu misserin og því um nokkra breytingu að ræða.  Bæjarráð Garðs samþykkti samhljóða á fundi sínum 18. desember sl. að grunnskólabörn, eða öll börn 16 ára og yngri, með lögheimili í Garði fái 80% niðurgreidd fargjöld með strætó.  Farmiðaspjöld má kaupa í íþróttamiðstöð Garðs og geta foreldrar keypt miða fyrir sín börn á 80% afslætti.  Gert er ráð fyrir að hvert barn geti að jafnaði fengið eitt niðurgreitt farmiðakort í hverjum mánuði.
Farmiðar verða seldir  í íþróttamiðstöð Garðs, strax eftir áramót.

Kostnaður.
Farmiðakort verða seld í Íþróttamiðstöðinni, strax eftir áramót.
Kort með 20 farmiðum, fyrir 12 - 16 ára, kosta nú 2500 og greiðir þessi aldurshópur því 500 kr. fyrir sína 20 miða sem gerir um 25 kr. á hverja ferð.
Farmiðakort með 20 miðum, fyrir 6 – 11 ára börn kostar 1100 kr. og greiðir þessi aldurshópur því 220 kr. fyrir sína 20 miða sem gerir um 11 kr. á hverja ferð.
Frítt er fyrir öll börn yngri en sex ára.

Ef keyptir eru miðar á heimasíðu strætó verður að greiða fullt verð.  Strætó sendir kvittun í tölvupóst viðkomandi en miðar eru sendir með bréfpósti. Gera þarf ráð fyrir einum eða tveimur dögum til að þeir berist kaupanda. Ef foreldrar óska eftir endurgreiðslu miða fyrir ungmenni, eftir þeim reglum sem hér að ofan eru nefndar, fer hún fram í afgreiðslu bæjarskrifstofu, gegn afhendingu frumrits kvittana.

Bæjarstjórinn í Garði.

strætó, breytingar, gjaldtaka.
strætó, breytingar, gjaldtaka.
strætó, breytingar, gjaldtaka.
Færðu mig upp fyrir alla muni!