618

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Fengsæl fiskimið

Í Garðinum hafa löngum búið miklir sjósóknarar og duglegir athafnamenn. Fiskimið Garðmanna hafa ætíð verið gjöful og reynst sjómönnum og fjölskyldum þeirra vel. Er frá því skýrt í Suðurnesjaannál, að dag nokkurn haustið 1879 hefðu verið talin 400 áraskip að veiðum í Garð- og Leirusjó. 

Landhelgisgæsla Garðmanna

Garðmenn stóðu vörð um þessi dýrmætu mið þegar vegið var að afla þeirra með botnvörpungum Breta og annarra þjóða en ólögleg veiði innan landhelgi Íslands var mjög algeng á 19. öldinni. Hreppsnefnd Gerðahrepps samþykkti þá að gera út landhelgisbát til varnar miðunum og var það fyrsti landhelgisbátur Íslendinga. Vélbáturinn Ágúst gegndi þessu hlutverki en það var í maí 1913 sem landhelgisgæsla Garðmanna hófst. 
 
Landvarnirnar báru mikinn árangur og skiluðu sér í auknum aflaverðmætum. Ári síðar varð þó frá að hverfa þar sem bátinn sleit upp og aðeins tveimur nóttum síðar hófst ágangur erlendu skipanna aftur með þeim afleiðingum að Garðmenn urðu að flýja aflasælu mið sín vestur og út af Garðskaga.
Kapphlaup á miðin, Garðbátar, Guðmundur Þórðarson, Garðsjór
Gerðavör, árabátar, Guðmundur Þórarson, Garður
Færðu mig upp fyrir alla muni!