84

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Bæjarstjórn

Bæjarstjórn Garðs er skipuð 7 fulltrúum og eru þeir kosnir til fjögurra ára í senn.

Bæjarstjórn fer með stjórn bæjarins samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga. Hún fer með yfirstjórn stofnana og fyrirtækja á vegum bæjarins.
Á meðal annarra verkefna er kosning í ráð og nefndir á vegum bæjarstjórnar, yfirstjórn á fjárreiðum bæjarins, gerð samþykkta og ákvörðun gjalda, eftir því sem lög mæla fyrir um og þörf krefur.

Fundir bæjarstjórnar Garðs eru fyrsta miðvikudag hvers mánaðar og eru haldnir á bæjarskrifstofunni að Sunnubraut 4 og hefjast kl. 17.30.
Fundirnir  eru öllum opnir og eru fundargerðir bæjarstjórnar  birtar á heimasíðu bæjarins daginn eftir fund.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs kjörtímabilið 2014-2018 eiga sæti:

  1. Einar Jón Pálsson D-lista og óháðra 
  2. Jónína Magnúsdóttir D-lista og óháðra
  3. Gísli Heiðarsson D-lista og óháðra
  4. Einar Tryggvason D-lista og óháðra
  5. Brynja Kristjánsdóttir D-lista og óháðra
  6. Jónína Hólm N-lista
  7. Pálmi Guðmundsson N-lista

 

Færðu mig upp fyrir alla muni!