189

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Bæjarmerki Garðs

Bæjarmerki Garðs sýnir í stílfærðri mynd, gamla og nýja vitann á Garðskaga og táknar gamla og nýja tímann.

Samkeppni

Árið 1978 var auglýst samkeppni um nýtt bæjarmerki fyrir Gerðahrepp. Merkið skyldi á einhvern hátt vera táknrænt fyrir sveitarfélagið. Bárust margar góðar hugmyndir, en fyrir valinu varð merki eftir hinn þjóðþekkta listamann Þorstein Eggertsson.

„Þegar ég teiknaði merkið átti lægri vitinn (sá gamli) að tákna gamla tímann - en í dag virðist hann hafa meira aðdráttarafl fyrir ferðamenn, en sá hærri (nýji vitinn). Þannig að sá gamli gæti táknað nýja tímann og sá hærri fortíðina” sagði Þorsteinn.

Ólst upp í Garðinum

Þorsteinn Eggertsson er fæddur 25. febrúar 1942 og ólst upp Garðinum, frá tveggja til 15 ára aldurs. Flutti hann þá til Keflavíkur.Foreldrar Þorsteins eru Guðrún Jónsdóttir (f.1924) og Eggert Jónsson, frá Kothúsum í Garði (f.1921 – d. 2005).

Fjölhæfur listamaður

Þorsteinn hefur myndskreytt bækur fyrir Vöku-Helgafell og fleiri, hefur haldið málverkasýningar hér á landi og erlendis og setti upp sýningu í Ankara í Tyrklandi á verkum tíu íslenskra skopteiknara 2001. Út hafa komið í Bretlandi eftir Þorstein skáldsagan The Paper King's Subjects, og smásagnasafnið Late Night Rhapsodies. Þorsteinn er löngu þekktur textahöfundur. Rúmlega fjögur hundruð texta hans hafa verið gefnir út á hljómplötum og geisladiskum; t.d. Fjólublátt ljós við barinn, Rabbarbara Rúna og sá þekktasti er líklega „Er ég kem heim í Búðardal.”

Garðurinn sífellt menn seiðir

„Garðurinn sífellt menn seiðir; sýnir þeim spánnýjar leiðir.” Þannig hljóðar upphaf Lífsins ljóðs, sem er sönglag Jóhönnu Fjólu Ólafsdóttur eiginkonu Þorsteins, við ljóð Þorsteins Eggertssonar og er tileinkað Garðinum. Það var frumflutt af Birtu Rós Arnórsdóttur söngkonu og hljómsveitinni Grænum vinum á sýningu sem haldin var í Garðinum árið 2003 í tilefni af 10 ára afmæli Íþróttamiðstöðvarinnar og 95 ára afmæli Gerðahrepps.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bæjarmerki Garðs, Þorsteinn Eggertsson, sveitarfélagið Garður
Skjaldamerki Garðs, sveitarfélagið Garður, bæjarmerki Garðs
Færðu mig upp fyrir alla muni!