2879

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Íþróttir

Íþróttaiðkun hefur löngum notið hylli í Garðinum, jafnt keppnisíþróttir sem tómstundaríþróttir og í keppnum við íþróttarfólk úr öðrum byggðalögum hafa Garðmenn oft náð ótrúlegum árangri í ýmsum greinum. Ungmennafélagið Garðar var stofnað á öndverðum 4. áratugnum og beitti sér eins og flest ungmennafélög á landinu í ýmsum menningar og félagsmálum. Ungmennafélagið hafði forgöngu um byggingu íþróttarhús við Gerðaskóla á stríðsárunum. Blómaskeið félagsins var á 5. áratugnum. Þá beitti það sér fyrir leikfimisnámskeiðum og batmintoniðkun.

Árið 1936 var knattspyrnufélagið Víðir stofnað og hefur það borið hitan og þungann af íþróttastarfi í Garðinum undanfarna áratugi. Meistaraflokkslið félagsins hefur um árabil tekið þátt í deildakeppni íslandsmótsins í knattspyrnu og árið 1984 náði það þeim glæsta árangri að komast í 1. deild. Þar lék liðið fjögur keppnistímabil og eitt árið komst það alla leið í úrslitaleik í bikarkeppni K.S.Í. 

 

íþróttir, Mannlífið í Garði, sveitarfélagið Garður, fótbolti
íþróttir, Mannlífið í Garði, sveitarfélagið Garður, fótbolti
Færðu mig upp fyrir alla muni!