195

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Áhugaverðir staðir í Garði

Garður er fallegur bær skammt frá Reykjanesbæ, þar sem búa um 1500 manns. Garðurinn á sér mikla og merkilega sögu og þar er margt áhugavert að skoða. Á milli Keflavíkur og Garðs liggur Leiran, sem verður að teljast með áhugaverðustu söguslóðum þessa lands. Þegar á landnámsöld koma við sögu Gufuskálar og Hólmur, en þar er talið Steinunn gamla frændkona Ingólfs landnámsmanns, hafi búið. Um aldamótin 1900 var byggð mjög blómleg í Leirunni. Þá áttu þar heima 134 manns á 29 heimilum. Björg fólksins var sjórinn og því var hugur manna bundinn við hann. kappið var að komast á sjóinn. 

þegar vélbátarnir komu, þá breyttist þetta allt saman og fólki tók að fækka. Nú er Leiran sem áður var fræg fyrir fiskisæld og sjósóknarmöguleika, orðinn einn vinsælasti gólflvöllur landsins og eru reglulega golfmót haldin þar. 

Búið er að merkja flestar minjar um húsastæði og lendingarvarir í Leirunni. Veg og vanda af því höfðu Guðmundur Garðarsson og Vilhelm Guðmundsson.

Hér er fleira í boði sem áhugavert er að skoða í sveitarfélaginu Garði og nágrenni:

Landskape
Gufuskálar, Landnám, hestar, brim
Stóri Hólmur, Leiran, Steinunn gamla,
Færðu mig upp fyrir alla muni!